Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Síða 90

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Síða 90
3.2 Greiðslustaður í lausafjárkaupum Ef ekki hefur verið samið um annað, gildir sú regla í lausafjárkaupum, að seljandinn á að skila af sér seldum hlut á þeim stað, þar sem hann átti heima, þegar kaupin gerðust, sbr. 1. mgr. 9. gr. kpl. Ef seljandi rak þá atvinnu, og salan stóð í sambandi við hana, á hann að skila hlutnum af sér á atvinnustöð sinni, sbr. H 1985 247. Ef hluturinn var á öðrum stað á þeim tíma, sem kaupin gerð- ust, og báðir samningsaðilar vissu eða áttu að vita um það, á seljandi að skila hlutnum, þar sem hluturinn var þá, sbr. 2. mgr. 9. gr. Getur síðastgreind regla t.d. haft þýðingu, þegar framleiðsla, geymsla og sala hlutar fer fram á ólíkum stöðum. Efnda- eða afhendingarstaður er ákveðinn út frá aðstæðum, þegar kaup gerðust. Ef seljandinn flytur á tímabilinu frá því samningur var gerður og þar til hlut skal afhenda, getur hann ákveðið, að afhendingarstaður flytjist einnig, nema því aðeins að það valdi kaupanda óhæfilega miklum erfiðleikum eða óþarfa kostnaði að sækja hlut á hinn nýja stað. Seljandinn er því aðeins skyldur að senda söluhlut til kaupanda, að um það hafi sérstaklega verið samið, eða leiða megi af atvikum eða viðskiptavenju að seljandi skuli annast hlutinn.73 í 62.-65. gr. kpl. er fjallað um þýðingu ýmissa söluskilmála, sem tíðkanlegt er að nota í sambandi við sendingu söluhlutar. Ef seljandi á að senda seldan hlut frá einum stað til annars, til að skila honum þar í hendur kaupanda, er litið svo á, að hann hafi skilað hlutnum, þegar hann hefur afhent hann í hendur þess flutningsmanns, sem tekið hefur að sér að flytja hlutinn þaðan, sem hann tekur við honum. Ef senda á hlutinn á skipi, telst honum skilað, þegar hann er kominn á skipsfjöl, sbr. 10. gr. kpl., sbr. H 1993 185. Ef seljandi og kaupandi eiga báðir heima í sama bæ, kauptúni eða þorpi, og seljandi á að sjá um sendingu selds hlutar til kaupanda, telst hlutnum ekki skilað fyrr en hann er kominn í vörslur kaupanda, sbr. 11. gr. kpl. Skylda seljanda til að senda söluhlut felur það ekki í sér, að seljandinn beri af því áhættuna, ef flutningstæki finnst ekki, óhapp verður við sendinguna, hún kemur of seint fram eða tjón verður á henni. Skylda hans til að senda söluhlut felst í því að gera það, sem mögulegt er til þess að sendingin geti farið fram. Seljandinn ber því ekki ábyrgð á óyfirstíganlegum hindrunum í þeim efnum,74 I 17. gr. kpl. segir, að hættan af því að seldur hlutur farist af tilviljun, skemmist eða rými, sé hjá seljanda, þar til hann hefur skilað hlutnum af sér eða afhent, sbr. 9.-11. gr.7-’ 72 Sjá nánar um þýðingu greiðslustaðar Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 41; Bernhard Gomard: Obligationsret I, bls. 117-118; Per Augdhal: bls. 53. 73 Sjá til athugunar Ufr. 1948 627. 74 Sjá Ufr. 1946 1211 (H). 75 Sjá nánar um afhendingarstað í lausafjárkaupum Bernhard Gomard: Obligationsret I, bls. 119- 120. Henry Ussing: Obligationsretten, bls. 43-44. 342
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.