Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Side 93

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1998, Side 93
meginreglu leiðir í fyrsta lagi, að það er tímamarkið, þegar greiðslan kemur til kröfuhafa, sem ræður því, hvort greiðslan var innt af hendi á réttum tíma eða ekki. í öðru lagi felst í þessu, að það er skuldarinn, sem greiðir sendingarkostn- aðinn. Þá felst í þessu í þriðja lagi, að það er skuldarinn, sem ber áhættuna af sendingunni, þar til hún er komin til kröfuhafa eða hún hefur verið færð inn á reikning hans.82 Ef greiðsla er send með ávísun í pósti eða með því að nota póstávísun, hefur greiðsla átt sér stað, þegar greiðslan eða póstávísunareyðu- blaðið er komið til kröfuhafa, þó svo að kröfuhafi eigi þess ekki kost strax eða samdægurs að ná peningunum út úr banka eða sparisjóði.83 Þegar greitt er inn á banka- eða gíróreikning, er litið svo á, að greiðsla hafi átt sér stað, þegar bank- inn eða gíróþjónustuaðilinn hefur fært greiðsluna inn á reikning kröfuhafa. Greiðsla er talin hafa átt sér stað og skuldari þar með laus undan skuld- bindingu sinni á því tímamarki, þegar greiðslan er komin til kröfuhafa. Um skýringu á hugtakin komin til vísast til athugasemda við 2. og 7. gr smnl. í athugasemdum við 2. gr. smnl. segir, að með orðunum komin til sé „... í samræmi við það, sem hingað til hefur verið talið gilda, átt við það, að svarið sé komið þangað, sem almennt má búast við, að tilboðsgjafi geti kynnt sér það, ef hann vill, t.d. bréf afhent á heimili eða skrifstofu viðtakanda, látið í bréfakassa á hurð hjá honum eða í pósthólf hans. Samþykkjanda er því ekki nóg að hafa sent svarið af stað áður en fresturinn er liðinn. Hins vegar kemur svarið nógu snemma, ef það kemur til tilboðs- gjafa, eins og áður var sagt, innan frestsins, þótt tilboðsgjafí kynni sér það eigi fyrr en eftir að fresturinn er liðinn". Hinar sérstöku reglur í 39. gr. smnl. og 61. gr. kpl. um, að móttakandi beri áhættuna af sendingu tilkynningar í þeim tilvikum, þar sem tilkynningin er af- hent tímanlega til flutnings með símskeyti eða pósti, eiga ekki við um allar ákvaðir og gilda almennt ekki um greiðslur. Með því að velja hentuga greiðsluaðferð er hægt að draga úr kostnaði við sendingu greiðslu og minnka líkur á því, að greiðslan misfarist með einhverjum hætti á leið sinni til kröfuhafa. Sending greiðslu tekur hins vegar ákveðinn tíma, og þau tilvik geta komið upp, að greiðslu seinki vegna ófyrirséðra atvika. Greiðslustaðurinn hefur þess vegna úrslitaþýðingu við mat á því, hvort greiðsl- an var innt af hendi á réttum tíma eða hvort um greiðsludrátt er að ræða. Hér verður að hafa í huga, að greiðsludráttur með peninga, þótt stuttur sé, er oft talin veruleg vanefnd, sbr. dómar þeir, sem áður voru nefndir um heimild kröfuhafa til þess að gjaldfella allar eftirstöðvar skuldabréfs, þegar vanskil verða á greiðslu einnar afborgunar af mörgum. Má í raun segja, að greiðsludráttur pen- ingaskuldbindinga sé almennt litinn strangari augum en greiðsludráttur annars 82 Sjá Ufr. 1934 836. Þar hafði tékki verið sendur sem greiðsla til kröfuhafa og tékkinn settur í póstkassa við heimili kröfuhafa, þar sem honum var stolið. Eins og á stóð var talið, að tékkinn hefði verið kominn til kröfuhafa, þ.e. á greiðslustaðinn, og bar því skuldari ekki ábyrgð á hvarfi hans. 83 Sjá um það efni Ufr. 1960 186. 345
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.