Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Síða 3
Formáli.
Þarflegt mætti þaö pykja, að betur væri hugaö aö tengslum mcö
bókmenntum vorum og annarra þjóða en gert hefir verið. Þetta rit, er
hér birtist nú, er viðleitni i þá átt um einn þátt þeirra. Hefir oröið
svo mikill vöxtur í þeirri grein, aö vert má þykja að kanna nokkuð
til hlítar uþptökin að því flóði öllu. Hefi eg og talið mér skylt jafnan,
siðan er eg tók að sinna sögu vorri og menntum á siðskiptaöld, að hafa
einnig gát á þessu efni. Bókmenntir vorar þá í öld eru að vissu leyti
umfangsmestar í þessari grein. Hins vegar eru frumrannsóknir um
slikt efni sem þetta ekki til þess fallnar, að birtar séu í riti þvi um
siðskiptin, er frá mér hefir nú komið út um hríð; ágrip eitt ælti þar
heima, er sagt er frá menntum þessa timabils. En slíkt rit sem fylgi-
rit árbókar háskóla vors er kjörinn staður til varðveizlu þvílíkra sér-
rannsókna, er vart geta orðið almannaeign, en þó mega koma að not-
um til undirstöðu öðrum ritum, sem sú leið er ætluð að ná til alls
almennings.
Fyrirsögn ritsins segir skýrt fyrir um efni þess og takmörk. Efnið
er upptök sálmakveöskapar og sálmalaga með oss, hvaðan sókt sc,
hverjir orkt hafi o. s. frv. Takmörkin eru og upptök sálmanna, þ. e.
sjálf siðskiptaöldin. En jafnframt er að sjálfsögðu fylgt ferli þeirra,
hvers eins, i aldir niður. Hitt er annað mál, eins og menn sjá, að í
rauninni eru tæmdar með rannsóknum þeim, er hér birtast, allar
sálmabækur vorar til 1772 og messusöngsbækur (gradualia) til 1691;
sést ljósast af því, hve umfangsmikill Guðbrandur byskup hcfir verið
í þessari grein, að engu munaði (3 bls.) um lengd ritsins að tæma
allar sálmabækurnar eftir daga hans fram til 1772. Þókli því ekki taka
að sleppa þeim; sést þá og greinilegar, hversu við horfir um stcfnuna
og hve viðtæk var hin fyrsta undirstaöa.
Fáa mun gruna, hvern tima það hefir tekið oghve mikið verið haft
fyrir því að setja saman þetta rit. En þó aö svo sé og höf. megi vel
una árangrinum, þá er samt ekki loku fyrir það skotið, að takast megi
að grafa enn betur fyrir rætur á þvi fáu, er hér hefir ekki tekizt