Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Síða 6
6
én frá Mone: Lateinische Hymnen des Mittelalters (3 bindi,
1853—5). Aðrir fræðimann hafa meir sinnt þýzkum sálma-
kveðskap, fyrr og síðar, en koma þó einnijj við latínska
Ijóðagerð andlega, enda er þar það band á milli, að ekki
verður öðru sinnt svo, að ekki sé jafnan aðgæzla höfð á
liinu. — August Heinrich Hoffmann von Fallersleben (f. 1798,
d. 1874) var í senn nafnfrægt skáld og vísindamaður; varða
rannsóknir hans mest málfræði og bókmenntasögu, enda var
hann um hríð prófessor í þýzkri málfræði og bókmenntum
í Breslau; hefir hann ritað fjölda fræðirita, og eru rit hans
um sálmakveðskap og úlgáfur sálma fyrri alda talin til hinna
merkustu rita í þeirri grein. — Christian Carl Gottlieb fri-
herra von Tucher (f. 1798, d. 1877) var Iögfræðingur, siðast
dómari í hæstarélti í Múnchen, en ritstörf hans öll hníga að
sálmum og þó einkum sálmalögum, umbótum i þeirrigrein;
merkast er Schatz des evangelischen Kirchengesangs (2 bindi,
1848), handhægt rit. — Philipp Wackernagel (f. 1800, d.
1877), lengstum forstöðumaður iðnskóla í Elbersfeld, er sá
fræðimanna í þessari grein, að lengst mun að njóta hand-
taka lians, enda hafa við samning þessa rits bækur hans
reynzt drýgstar um leit og fund útlendra sálma, er þýddir
hafa verið á íslenzku; má rit hans, Das deutsche Kiichen-
lied (5 bindi, 1864—77), vel kalla þrautalending, er i nauðir
rekur, en þó má hafa mikið gagn af minna riti hans með
sama nafni (1 bindi, 1841). Viðfangsefni Wackernagels var
þó ekki beinlinis saga né ritgerðir um sálmakveðskap, heldur
að safna sálmum og gefa úl, og bókfræði þeirra; við þella
verður hans lengst getið. — Eduard Emil Ivoch (f. 1809, d.
1871), síðast prestur í Erdmannhausen, hefir ritað sálmasögu
mikla, Geschichte des Kirchenlieds o. s. frv. (3. útg., 8 bindi,
1866—76); þetta er stórvirki og undirstöðurit, en þykir sum-
staðar varhugavert, þar er höfundur hefir ekki sjálfur beitt
rannsóknum. — Jóhannes Zahn (f. 1817, d. 1895), guðfræð-
ingur og söngfræðingur, siðast forstöðumaður kennaraskóla
i Alldorf. Höfuðrit hans er Die Melodien der deutschen evan-
gelischen Kirchenlieder (6 bindi, 1889—93), grundvallarrit í
þessari grein, enda reynzt höfundi þessa rits styrk stoð, sem
viða má sjá vott hér siðar. — Wilhelm Báumker (f. 1842,
d. 1905), guðfræðingur og söngfræðingur, síðast prestur í
Rurich. Höfuðrit hans er Das katholische deutsche Kirchen-
lied in seinen Singweisen (4 bindi, 1886—1911). — í þessum
greinum má enn nefna A. F. W. Fischer (yfirprest i Gross-