Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 7
7
Oltersleben); handhægt rit er bók hans, Kirchenlieder-Lexicon
(2 bindi, 1878-9, Supplement 1886).— Enn fremur Ludwig
Schoeberlein (guðfræðaprófessor í Göttingen). Höfuðrit hans
er Schatz des liturgischen Chor- und Gemeindegesangs (3
bindi, 1865-72).
Með Norðurlandaþjóðum má nefna þessa. — Jóhann Vilhelm
Beckman (f. 1792, d. 1873), presl í Stokkhólmi; hann hóf arið
1845 að gefa út rit silt, Den nya Swenska Psalmboken, fram-
stálld i försök till en Swensk Psalmhistoria. — Um likt leyli
(1846—7) gáfu þeir C. J. Brandt (f. 1817, d. 1889, siðast
preslur i Vartov) og L. N. Helweg (f. 1818, d. 1883, siðast
prestur i óðinsvéum) út danskt sálmasafn frá elztu timum,
Den danske Salmedigtning (2 bindi), merkisrit, enda voru
þessir menn báðir merkir fræðimenn, hinn fyrri einkum í
málfræði og bókmenntum, hinn siðari i sögu. — A. G Rudel-
bach (f. 1792, d. 1862), siðast prestur i Slagelse, nafnkunnur
lærdómsmaður í ýmsum greinum, gaf út eins konar sálma-
sögu, Om Psalme-Literaturen og Psalmebogs-Sagen (1856). —
Chr. Bruun (f. 1831, d. 1906), síðast yfirbókavörður í bók-
hlöðu konungs í Kaupmannahöfn, gaf út 1865—6 Danske
Psalmeböger fra Reformationstiden (2 bindi); er það vönduð
úlgáfa og örugg, eins og allt, sem þessi maður lét frá sér
fara. — J. N. Skaar (f. 1828, d. 1904), síðast byskup í Niðar-
ósi, gaf út 1879—80 Norsk Psalmehistorie (2 bindi); er það
höfuðrit hans og tekur yfir sálmasögu Dana og Norðmanna,
en hún er lengi sameiginleg. — í rannsóknum sálmalaga
ber einkum að nefna H. Nutzhorn (f. 1833, enn á lifi), guð-
fræðing, söngfræðing og lónskáld, siðast meðstjórnanda lýð-
skólans í Askov. Hann hefir gefið úl (1913 og 1918) Den
dansk-lutherske Menigheds Salmesang, dens Ord og Toner
(2 bindi). l3ess má geta, að þar vikur höf. á fáeinum slöð-
um (fjórum-fimm sinnum eða svo) að íslenzkum sálm-
um, en allt er það marklaust, enda styðst ekki við rann-
sóknir. Að öðru leyti er þetla merkisrit og í ílestum atrið-
um öruggt.
Islenzkir fræðimenn í þessum greinum eru allfáir.
Hálfdan rektor Einarsson hefir að vísu ekki ritað neitt
sérstakt rit um þessi efni, en 5rnisan fróðleik má þó fá úr
ritum lians, er varðar sögu íslenzkra sálma. Hann gaf út
sálmabók 1772 (Höfuðgreinabók) og getur þar sumstaðar
höfunda að sálmunum, en slikt er mjög fágætt í sálmabók-
um vorum frani að þessu. Hálfdan var og langt á undan