Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Page 8
8
sínum tíma í útgáfum rita þeirra, er hann sá um; kostaði
hann jafnan kapps um að fá sem bezt handrit að útgáfunum,
frumrit, et til voru, elztu eftirrit ella. Þetta kemur ljóst fram
í útgáfum hans af Passiusálmum síra Hallgríms Péturssonar,
Hallgrimskveri, ,Sálmaverki‘ síra Sigurðar Jónssonar og víðar.
Hálfdan fæddist að Kirkjubæjarklaustri 20. jan. 1732; var
faðir hans síra Einar Hálfdanarson (frá Réykjum, Jónssonar);
voru þeir báðir fræðimenn nokkurir, sira Einar og faðir hans.
Hálfdan Einarsson varð stúdent úr Skálholtsskóla 1749, en
lauk guðfræðapróíi í háskólanum í Kaupmannahöfn 1755,
og varð þá um haustið rektor i Hólaskóla; var hann það til
dauðadags, 1. febr. 1785. Magistersnafnbót i heimspeki hlaut
hann 1765. Stiftprófastur varð hann 1779 og tvivegis gegndi
hann byskupsstörfum (1779 — 80 og 1781—4). Rit hans eru
mörg og útgáfur, en merkast er hin islenzka bókmenntaskrá
hans (Sciagraphia), prentuð á latínu i Kh. 1777 og 1786, og
prestasögur í Hólabyskupsdæmi (,Presbyterologia‘), óprent-
aðar (handrit í þjóðskjalasafni); þaðan hafa síðari höfundar
allir haft stofn í prestasögur norðanlands, við hvern sem
kenndar eru; á sama hátt er bókmenntaskrá hans slofn í
öllum ,fræðimannatölum‘, ,rithöfundatölum‘ o. s. frv. siðari
manna, þólt að sjálfsögðu sé með viðaukum.
Ari Sæmundsson gaf út á Akureyri 1855 rit með fyrirsögn:
Leiðarvisir lil að spila á langspil. Rar prentaði hann (bók-
stöfum) 117 sálnialög, og eru ýmis þeirra tekin beint úr
messusöngsbók (gr. 1779), en sum skráð eftir því sem sungin
voru (afbrigði). Ari íæddist 16. júlí 1797, nam í æsku prent-
iðn, fekkst siðan við barnakennslu um hrið og varð skrifari
hjá sýslumönnum n}'rðra og amtmanni og stundum settur
sýslumaður, en umboðsmaður Munkaþverárklausturs 1832—
67. Hann andaðist 31. ágúst 1876. Rað er augljóst af þessu
kveri Ara, að hann hefir verið söngfróður og haft næmt
eyra, enda hafði hann verið prýðilega gefinn og vel að sér
um margt.
Pétur organleikari Guðjónsson (f. 29. nóv. 1812, d. 25.
ágúst 1877) gaf út 1861 íslenzka sálmasöngs- og messubók,
einraddaða, en þrírödduð sálmasöngsbók, er hann hafði búið
undir prentun, kom úl 1878, eftir dauða hans, og sá aðal-
lega um þá útgáfu sira Einar Jónsson, nú prestur og pró-
faslur að Hofi i Vopnafirði. Pétur er svo þjóðkunnur maður,
að ekki skal hér lýst æviferli hans, heldur vísast í ævisögu
hans eftir síra Einar Jónsson, framan við sálmasöngsbókina