Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Qupperneq 9
9
1878. Pétur er fyrsti verulegur umbótamaður i kirkjusöng
hér á landi; allt, sem frá hendi hans er, ber þess volt, að
maðurinn hefir verið mjög sönghneigður og prýðilega mennt-
aður i þessari grein. En ekki er að ræða um rannsóknir frá
hans hendi í sögu íslenzkra sálma og sálmalaga, sem vart
er að vænta. Sama er að segja um alla útgefendur að síðari
messusöngsbókum; þeir hafa sniðið bækur sínar eftir sams
konar hókum útlendum, sem vonlegt er. Þó hefir Pétur tekið
l'áein sálmalaga sinna upp úr hinni gömlu messusöngsbók
(gr.), eins og sjá má við einstaka sálma hér síðar, og gert
það af glöggum skilningi á eðli Iags og samræmi lags og Ijóðs.
Jón þjóðskjalavörður Þorkelsson (f. 16. apríl 1859, d. 10.
i'ehr. 1924) gaf út i Kaupmannahöfn 1888 rit sitt, Om digt-
ningen pá Island i det 15. og 16. árhundrede. Iíemur hann
þar að sjálfsögðu nokkuð við sögu sálma og sálmaskáld, en
ekki á þeim grundvelli, að lil stuðnings hafi getað verið við
samning þessa rits. Hér er um svo þjóðkunnan mann að
ræða, að þarflaust er að rekja æviferil hans hér. Er og von
á rækilegri ævisögu hans i Skirni í ár.
Sira Bjarni Þorsteinsson í Siglufirði (f. 14. október 1861)
hefir með riti sinu, íslenzk þjóðlög, sem út kom 1906—9,
leyst at hendi afreksverk í islenzkri söngmennt og i þágu
islenzkra fræða yfirleitt. Hefir hann bæði tínt þar saman lög
úr hókum og handritum og ritað upp af vörum manna víðs
vegar um land allt; mun hinn síðari þáttur í þessari starf-
semi hans ekki hvað ómerkastur, með því að þannig hefir
hann valalaust forðað mörgu frá glötun. Jafnframt hefir hann
ritað skýringar og tínt saman margvíslegan fróðleik um lög,
kvæði, höfunda og íslenzka söngsögu fyrr og síðar í þetta
mikla rit sitt. Síra Bjarni hefir og ritað um islenzkan kirkju-
söng og sálmalög i þessu riti sínu, tekið þar upp lög hæði
úr sálmabókum Guðbrands byskups og messusöngsbókum
(gradualia) og enn fremur úr óprentuðum söngbókum
(,Melodia‘, ,Hymnodia‘ o. fi.) Hér skal enginn dómur lagður
á þetta merka rit. Jafnan er auðveldara að finna lýti á verki
eftir á en að vinna verkið sjálft. í umfangsmiklu verkefni,
sem engin mannshönd hefir nokkuru sinni við hreyft til
rannsókna, verður vart til ætlazt, að frumrannsóknir allar
séu gerðar á þann hátt, sem ítrast verður á kosið. Hölund-
urinn hefir liafið rit sitt og haldið því fram á mjög rúmum
grundvelli, enda segir hann sjálfur í inngangi þess, að hann
liafi tekið í það »ekki svo fá lög, sem eg veit um, að eru