Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 11
11
nefndi »Jólahörpu«, og birti þar eingöngu sálmalög forn,
hreinsuð frá afbrigðum og áföllum síðari tíma, en sett f'ram
i búningi vorra daga. Loks gaf hann út (1912—13) mánaðar-
rit um söngfræði og nefndi »Hljómlist«; birti hann þar bæði
ritgerðir og lög. Loks er að geta rannsókna hans um íslenzka
sálma og sálmalög, sem telja má aðalævistarf hans. Er þær
nú að finna í handritasafni landsbókasafns, Lbs. 1802—7, 4to.
IJað er bert af þeim, að Jónas hefir haft i hyggju að semja
fullkomna sálmaskrá allra prentaðra islenzkra sálma frá sið-
skiptum fram á sina daga. Hefir hann i þvi skyni skrifað
upp öll sálmaupphöf, hvert á sitt blað, og ætlað sér siðan
að bæta við öllu þvi, er hann gæti grafið upp um hvern
sálm; er þetta og hin hagkvæmasfa aðferð. Fullsamin virðast
tvö bindi þessarar skrár (Lbs. 1802—3, 4to.) og taka yfir
sálmaupphöfin A-F (enda á ,Frá‘). Þar er að finna rétta
80 þeirra 379 sálma, sem komnir eru úr sb. og gr. Guðbrands
byskups. Fó er svo um rétta 20 þessara 80 sálma, að höfundi
hefir annað tveggja ekki tekizt að finna hina útlendu frum-
sálma eða mislekizt um skirgreiningar. Nokkuð er og ábóta-
vant um greining heimilda, einkum útlendra, og alveg brest-
ur rannsókn á islenzkum handritasöfnum. En lögin eru við-
ast rétt rituð upp. Þetta þykir rétt að taka fram hér, til þess
að glögglega sjáist, hversu þetta rit horfir við hinu, enda er
öllum auðgert að athuga það með samanburði. Hinn hluti
verksins, Lbs. 1804—7, 4to., er að eins uppkast, mjög viða
einungis upphafserindi sálmanna eitt, án nánari skýringa, en
þó allt í stafrófsröð, nálega jafnan með lögum, þar sem eru,
oftast nákvæmlega upp teknum. Par hefir höf. ætlað sér að
bæta við, eftir þvi sem hann gæti fikrað sig áfram í rann-
sóknum sinum. Myndi Jónas, eftir þeirri elju og alúð, sem
hann lagði við þetta verk, vafalaust hafa getað unnið stór-
mikið gagn, ef honum heíði enzt aldur til. En þó að uppkast
þetta sé yfirleitt vísir, þá er það þó til ævarandi minja um
alúð höf., sýnir hagkvæma aðferð i starfi og getur sparað
mönnum tíma siðar, þeim er sinna kunna slikum rann-
sóknum á sálmum eftir daga Guðbrands byskups, að því
leyti sem ætla má, að mjög fáir sálmar hafi undan fallið,
enda sumstaðar þó nokkur drög eða viðleitni lil skýringa
um uppruna, lög o. s. frv.
í 2. bindi ritsins Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á
lslandi, bls. 606—43, er gerð allrækileg grein fyrir sálmum
og sálmakverum fyrir daga Guðbrands byskups; þarf því í