Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Page 12
12
þessu riti að eins til yfirlits og samhengis vegna að drepa á
það efni.
Af útlendum mönnum, sem nokkuð hafa sinnt íslenzkum
sálmum og sálmalögum, er áður getið Nutzhorns. — Angul
Hammerich, prófessor, hefir gefið út rit, Studier over islandsk
Musik (1900), en það tekur að eins til þjóðlaga. — Síra Árni
Möller, Dr. phil., sem raunar er af islenzku bergi brotinn í
móðurætt, hefir samið merka ritgerð um Passíusálma sira
Hallgrims Péturssonar (Hallgrímur Péturssons Passionssalmer,
1922). Ýmsir útlendir menn hafa að vísu áður orðið til þess
að minnast sira Hallgríms, en síra Árni Möller hefir fyrstur
manna orðið lil þess að kanna rækilega upptök Passiusálm-
anna og heimildir; er og bók hans rituð af miklum yl og
skilningi. Ekki skal að öðru leyti nánara vikið að þessari
bók, með því að um viðfangsefni er að ræða, sem fellur fyrir
utan svið þessa rits. Enn má og geta þess, að sami höf. (síra
Árni Möller) hefir samið yfirlit um sögu íslenzks sálmakveð-
skapar og andlegrar ljóðagerðar frá öndverðu fram á vora
daga (Islands Lovsang gennem 1000 Aar, 1923). Er það að
visu að flestu leyti ágælt almennt yfirlit, hlýlega og tjörlega
ritað, en að sjálfsögðu má ekki vænta í slílcu yfirlitsriti, sem
ællað er útlendingum, rannsókna um uppruna sálma o. s. frv.
Þessu riti hefir verið hagað svo sem tíðkast um sams konar
rit með öðrum þjóðum á siðari tímum, en þó haft eins stutt og
unnt var, þess að ekki væri þó fellt niður eða skert efni. Venju-
lega eru lög annarstaðar tekin í sérritum, en hagkvæmast
þókti að taka þau með hér, enda myndi geta hafa orðið bið
á þvi, að því efni hefði sinnt orðið; er það efni og að sumu
leyti hugnæmt og nýstálegt. Bezt hefir og þókt henta að
taka lögin öll, þó að rekja megi þau ílest til útlendra rita,
fyrir þá sök, að víðast eru i þeim einhver afbrigði, sem söng-
sögumönnum kann að þykja vert að athuga. Er þar og farið
að hætti útlendra söngsögumanna (t. d. Zahns), lögin leyst
upp til nútímasöngtákna, en ella tekin óhögguð að lengd og
gildi, án skiptingar í lagdeildir eða annarra breytinga, jafnan
úr þeirri sb. (1589 eða 1(319) eða gr. (1591), þar er lagið virðist
bezt og óbrjálað, en það fátt, sem er frá brjósti höf. þessa
rits (rnerki o. s. frv.), er jafnan haft í svigum, svo sem til
skýringar. Með þessum hælti er öllum innan handar, þeim
sem til eru færir, að nota lögin að vild, setja við undirradd-
ir eða lesa úr þeim það, er þykja má í þeim felast hverjum
einum.