Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 13
13
I. Andleg ljóðagerð og kirkjusöngur
fyrir daga Lúthers.
1 úllendum ritum er margt skráð um þella elni,1) cn hér
nægir að líta á það stutllega, til nánara yfirlils að eins.
Andleg ljóðagerð og kirkjusöngur er talið jafngamalt upp-
tökum safnaða í kristnum sið, hvort tveggja að hælti eldri
guðsdj'rkunar, Gyðinga og Grikkja. 1 kaþólskum sið voru
ekki önnur andleg kvæði kölluð sálmar (psalmi) en sálmar
Davíðs; cantica voru kallaðir aðrir söngvar biblíunnar eða
kaílar, er kvæðum liktust (t. d. Canticum Moysis, cinticum
Magnificat, Benedictus eða Nunc dimittis). En andleg
kvæði, slík er vér nú köllum sálma, voru þá kölluð hymnar
(hymni), þ. e. lofsöngvar, lofgerðarkvæði, og er sá elztur
háttur á andlegri Ijóðagerð i þjónustu kirkjunnar. Elztan
hymna, sem nú þekkist, telja menn runninn frá 2. öld c.
Kr., »/jó£a ev vijjíaroig deöxf, eflir upphafinu kallaður doxologia
niagna (lofsöngurinn mikli), orktur út af Iofsöng englanna i
Lúk. 2, 14, og var hann þýddur á latínu á 4. öld, »GIoria
in excelsis deo«, en eftir þýzkri þýðingu (og danskri þýð-
ingu þaðan) á íslenzku (»Vér heiðrum þig guð i hæstum
stað«, Mart., »Alleinasli guð í himerík«, Gisl., »Heiður
sé guði himnum á«, Gbr.). Margt lleira þekkist enn
lofsöngva runninna frá hinni grisku kirkju, en í sálmabók-
um vorum hinum elzlu gætir ekki þýðinga á þeim, annarra
en þess, er nú var nefndur, og á Agnus dei (»Ó, guðs lamb
saklaus laminn«). f vestrænni (latínskri) kirkju dafnaði vel
þessi ljóðagerð og tók skjótum endurbótum, og er mikill
fjöldi sálma vorra þaðan kominn, sem gerst má sjá hér
siðar. Slíkar endurbætur eru fyrst raktar til Hílariusar bysk-
ups hins helga í Peitu (Pictavium, nú Poitiers, d. 308), sem
skipan kom á Ijóðlínur, rim og bragliðu. Um likt leyti var
og uppi Damasus páfi (d. 384), sem gelið er og að umbót-
um i þessu efni. En merkastur i þessari grein var Ambró-
sius byskup i Mílanó (f. 340, d. 397). Eftir hann eru tíl
margir hymnar, og eru nokkurir þeirra til vor komnir (sbr.
efnisskrárnar). Gregoríus páfi binn mikli (d. 004) var og
1) Sjá t. d. rit þau, sera ncfnd eru í inngangi aö fraraan.
2