Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Qupperneq 14
14
skáld gott i þessati grein, en meir gætir hans þó i skipan
kirkjusöngs. Fjölda annarra skálda mætti nefna úr kaþólskum
sið, fyrr og síðar, þá er orktu hymna, þótt heldur tæki að
dofna yfir þessari Ijóðagerð á 15. öld; jafnvel enn i lúthersk-
um sið orktu menn latinska hymna (t. d. Melankþón). En
óþarft er að rekja þetta hér nánara; geta menn hæglega
eflir efnisskrám hér aftan við fundið skáldin og ljóð þeirra,
þau er á vora tungu hafa komizt. Hymnar fylgdu alls konar
guðsjjjónustu, eftir föstum reglum, jafnt á helgidögum, hátið-
um, við prestsvigslu sem við prózessiur; enn fremur fylgdu
þeir öllum skyldutíðum (horæ canonicæ, horæ regulares eða
horæ officii divini), þ. e. guðsþjónustutímum þeim, sem
hvildu á dómkirkjum og klaustrum; voru þær 7 á degi
hverjum, hinar meiri (horæ majores: 1) matutinæ og laudes,
2) vesperæ, 3) completorium) að nóttu (officium noctur-
num), hinar minni (horæ minores: 1) prima, 2) tertia, 3) sexta,
4) nona) að degi (officium diurnum). Efni hymna var til-
beiðsla, ávarp eða ákall til guðs, þrenningar, Mariu meyjar,
heilagra manna, einstakra eða allra i senn o. s. frv. Aftan
við hymnana voru oft sett sérstök lofgerðarvers (lofsöngs-
erindi, gloriæ); urðu þau smám saman föst og þeim skipt
niður eftir bragarháttum; mátti þvi hafa sama lofsöngsversið
við alla hymna undir sama hætti. Margt þessara lofgerðar-
versa var þýtt og komst inn i lúlherskan sið, aftan við sálm-
ana, eins og gerr má sjá merki til siðar i þessu riti. Var þá
enn við aukið liinum föstu lofgerðarversum, eftir því sem
nýir hættir komu fram.
Samhliða hymnum má nefna sekvenziur (sequentiæ), er
oftast voru í sundurlausu máli, en þó sungnar og þvi hátt-
bundnar, sumar jafnvel rimaðar; er og sumt sálma í lút-
herskum sið beint að rekja til þeirra. Talið er, að sekven-
ziur hefjist að marki í lok 9. aldar, og er einkum við getið
Notkers ábóta hins stama (balbulus) i St. Gallen, er verið
hafi hinn fyrsti upphafsmaður þessarar tilbreytni og samið
allmargt af þessu tægi.
Söngur fylgdi þegar í öndverðu ekki að eins sjálfum ljóð-
unum, heldur og tiðagerð allri. Er svo talið, að kirkjusöngur
hafi snemma komizt á allhátt stig með Grikkjum og Sýr-
lendingum, en í vestrænni kirkju hafi söngur allur um hrið
verið einhliða og óbrotinn. Þar verða tímamót á dögum
Ambrósíusar byskups. Hann kom á báttbundnum söng að
hætti Grikkja og austrænna manna; færðist með því líf bæði