Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Page 15
15
í söng og kveðskap. Sönghsetlir þeir, er Ambrósíus tók upp,
voru síðan við hann kenndir og kallaðir cantus Ambio-
sianus. Þangað rekja menn enn lög, t. d. við sálmana »Nú
kom heiðinna hjálparráð« og »Ivom skapari, heilagi andi«
(sjá efnisskrárnar). En er tímar liðu fram, þókti mönnum
sem sönghættir Ambrósíusar færðust úr lagi og spilitust, og
kölluðu, að veraldlegur blær færðist á sönginn, er slik lög
væru upp tekin. Því var það, að Gregorius páfi hinn I.
eða mikli, er í páfasess settist 590, hófst handa og selti það
mark á kirkjusönginn, sem hélzt langt i aldir niður og enn
má telja, að haldist i kaþólskri kirkju; er og þangað að
rekja margt sálmalaga í lúlherskum sið og sumt i tiðagerð.
Gregorius skorðaði og kirkjuljóð öll og tíðagerð með þcim
hætti, að hann skipaði niður i fasta röð öllu þessu eftir
helgidögum og hátiðum. Segja svo fornir fræðimenn, að
hann hafi safnað hinum eldri latínsku og þýzku lögum og
skrifað eða skrifa látið i tvær bækur, antiphonarium og
graduale; skyldu þær varðveitast á háaltari í Péturskirkju í
Rómi, til ævarandi minja, og vera sigild skipan (cantus
tirmus) um söng allan og liðagerð í kristninni. Sjálfar eru
nú þessar bækur glataðar, en efni þeirra hefir varðveitzt. En
söngur sá og sönghættir, sem frá Gregoriusi eru komnir,
bera siðan nafn hans, cantus Gregorianus. Það, sem ein-
kennir söngháttu Gregoríusar, er, að nótur eru jafnar,
en í hinum fyrra söng höfðu þær verið misjafnar, sumar
lengri, sumar slytlri. Hverjum texta selti hann fasl lag. Safn-
aðarsöngur var heftur, tekið fyrir svarsöng (vixlsöng) safn-
aðar og kóra eða prests, og allur söngur lagður á presla,
djákna og fasla söngflokka og kóra. Sönghætlir Gregoríusar
urðu brált ráðandi í kristninni, enda fylgdu næstu páfar
fast fram skipan hans í þessu efni og sumir máltugir þjóð-
höfðingjar; er að þessu einkum getið Iíarls keisara hins mikla.
Að öðru leyli er hér hvorki staður til þess né þöif á þvi
að rekja þessi efni nánara. Að eins til skilnings á 5,msu> cr
siðar getur i riti þessu, skal drepið á nokkur atriði, er varða
hinn forna tiðasöng. Antífónur (antiphonæ) voru lög eða
söngur, sem fram fór í öndverðu milli tveggja söngflokka,
vaxinna manna í öðrum, sveina í Íiinum, síðar jafnvel og
þótt einsöngur væri af annarri hálfu. Textar undir antifón-
um voru venjulega biblíutextar. Antiphonarium var kölluð
sú bók, er hafði að geyma slíkan söng og texta og hinn
fasta tíðasöng yfirleitt (kyrie, gloria, credo, sanclus, agnus
2*