Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 16
16
dei). Yniis Ónnur nöfn voru og Löfð ú slikum bókuni (mis-
salia o. fl.). Breytilegir messusöngvar (kórsöngvar) voru
introitus, graduale, alleluja, tractus, sequentia, offertorium
og communio. Messusöngsbækur, sem böfðu að geyma þenna
-söng, voru oftast kallaðar gradualia (í eintölu graduale eða
gradale, og er úr því orði skælt orðið grallari með oss), en
gradualia böfðu og oft að geyma annan tiðasöng, fastan. En
í þrengstu merkingu var graduale einn þáltur messusöngsins,
næstur á eftir lesi (lectio), kallaður svo af því, að djákn,
er hóf að syngja þann bátt, stóð þá á þrepum (in gradibus)
við lestrarborð það (ambo), er á hvíldi söngbókin. Inlroitus
var hymni, sem sunginn var að upphafi messu. Alleluja
(halleluja) er hebreskt orð og táknar: lofið guð; 113.—118.
Daviðssálm kalla Gyðingar halleluja hið mikla. í kristnum
sið var þetta nafn haft um söng eða fagnaðarlag undir þessu
orði, er oftast var skeytt framan og aftan við graduale i
messunni, en stundum og við hymna, antífónur o. s. frv. Mest
var hallelúja sungið og tjölbreyltust voru lög um páskatíma;
en á jólaföstu og föstu var aldrei hallelúja sungið í kirkjum
inni í vestrænni kristni; þá kom tractus í þess stað, en svo
var nefndur hymni, er sunginn var í guðsþjónustu ásamt
graduale og sekvenziu milli pistils og guðspjalls. OlTertorium
hét söngur (og hymni), er fram fór, er offrað var, en com-
munio (oftast lyrrum 33. sálmur Daviðs, cnda kallaður síðan
beinlínis því nafni) við allarissakramenti.
II. Lúther og afskipti hans af sálmum
og kirkjusöng.
Yegna hins almenna eðlis hinnar kaþólsku kirkju varð ein
tunga, hin latínska, að kalla mátti einráð um tiðagerð og
guðsþjónustu yflrleilt, þar með taldir bymnar og andleg Ijóð.
Bar það lil hvort tveggja, fvrst, að sú lunga var lengi vel
hið eina mennta- eða menningarmál með vestrænum þjóð-
um, bitt annað, að sökum skyldleika tungnanna var öllum
almenningi þeirra þjóða, sem bjuggu sunnan og vestan til í
Norðurálfu, þar er kristni festi fyrst rætur, lengi vel heldur
auðvelt að fylgjast með guðsþjónustugerðum og hafa skilning