Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 17
17
af, þótt fram færi á þessari tungu. Sömu ástæður lágu til
þess, að lítt dafnaði andleg Ijóðagerð á eigintungum þessara
þjóða. En smám saman urðu þó tungur þessara þjóða svo
ólíkar latínskri tungu, að vart var á færi annarra en þjóna
kirkjunnar að syngja tíðir og lærðra söngflokka að syngja
hymna eða það annað, er söngflokkum var ætlað. Almenn-
ur safnaðarsöngur hlaut þá að hverfa, enda fellur niður, er
skipan Gregoriusar um kirkjusöng var komin í fast horf.
Ekki fór alveg á sama hátt, er tiðagerð og messusöngur barst
norður eftir löndum, til Þýzkalands, og hafði fest þar rætur.
Snemma tók almenningur um þær slóðir að syngja eins
konar söngva, er ,Leisen‘ voru nefndir og drógu nafn af þvi,
að þeim lauk jafnan með Kyrie eleison; þessa verður þegar
vart á 10. öld. Síðar tóku menn þar að þýða hina lalínsku
hymna og syngja undir hinum latínsku lögum; má finna
nokkuð slikra þýðinga á 12. og 13. öld, en þó einkum á
14. og 15. öld, enda kveður þá ekki lítið að sjálfstæðri and-
legri Ijóðagerð á þýzkri tungu. Lögin voru sókt ýmist i söng
Gregoriusar, lil þjóðarinnar sjálfrar (þjóðlög, sem lifðu á
vörum alþýðu) eða til hirðsöngva. Wackernagel hefir safnað
öllum andlegum ljóðum, sem hann hefir fundið og orkt hafa
verið á þýzku fyrir daga Lúthers, og gefið út (í II. bindi
hins mikla sálmasafns síns); reynast þau kvæði að tölu
1448, að meðtöldum þýðingum. Og margt þessara Ijóða lét hin
kaþólska kirkja óátalið við guðsþjónustur. Söngur fór iðulega
Iram á þýzku, ekki að eins við prózessiur, dýrlingahátíðir
o. s. frv. utan eiginlegrar guð.þjónustu, lieldur og við tiðir
og guðsþjónustu í kirkjunum sjálfum, er síga tók á miðaldir.
Við höfuðguðsþjónuslu var snemma tekið með Þjóðverjum
að syngja sekvenziur og kyrjur (,Leisen‘) á þýzku, síðar
þýzkan sálm (»Gott sei gelobet und gebenedeiet«) við altaris-
göngur, og loks var þýzk tunga notuð við guðsþjónustu síð-
degis og við aftansöng. Samt sem áður var latínsk lunga enn
aðalmál við guðsþjónustur, en lifandi tungur undantekningar,
þó eigi bannaðar af hinni kaþólsku kirkjustjórn. Þelta
umhverfðist við kenning og baráttu Lúthers og samherja
hans; þeir gerðu mælt mál að aðalmáli i messugerð, en
latínsk tunga skyldi notuð í viðlögum. Þessu fylgdi enn hitt,
að söfnuðir i heild sinni skyldu taka þátt í sjálfum sálma-
söngnum. Skal hér nú nokkuru gerr litið á starfsemi Lúlhers
í þessu efni og annarra, þeirra er honum voru næstir, bæði
það er tekur til sálma og söngs.
►