Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 18
18
Lúlher var maður sönghneigður og skáldmæltur vel. Um
kirkjusöng og andlegt ijóðaval til guðsþjónustu er hann tal-
inn hafa verið heldur íhaldsamur. Vildi hann halda fast
i, svo sem unnt væri, hinn kaþólska tíðasöng og kirkjuljóð.
Bar það til, að sjálfur hafði hann ræktarsemi til fornra
minja, unni mörgum hinna latínsku hj'mna, vildi og loks
beinlinis í uppeldis skyni, vegna æskulýðsins, halda latinskri
tungu að nokkuru leyti við með þessum hætti. Hitl var auð-
vitað, að sniða vildi hann hurt alll það, sem brjóta þækti
hág við trúarkenningar hans, og þó með gætni og smám
saman, er atvik leiddu í ljós, að breyta þyrfti. Þvi má skilja
það, fyrst, hversu mikið hélzt af latínskum söng og kveð-
skap og skipulagsreglum um guðsþjónustu í söngbókum hans
og nokkuð fram eftir í lútherskum sið; í annan stað er þangað
að rekja, hve margt þýðinga á hinum latinsku Ijóðum komst
brátt inn í söngbækur og guðsþjónustu hins nýja siðar. Sum-
um vina og samherja Lúthers þókti hann helzti tregur til
breylinga í þessu efni, deildu jafnvel á hann í rili og sök-
uðu um tómlæti i þessu. Lúther varð og engan veginn fyrstur
til þess að taka upp embættisgerð og iiðasöng á þýzkri tungu;
menn telja, að meðan Lúther sat í Wartburg, hafi verið trkið
að embætla á þýzku í Wittenberg (á jólum 1521) af völdum
eins lærisveina hans; slikt hið sama átli sér með vissu stað
í Basel 1522 og um líkt leyti annarstaðar um Þýzkaland,
og fyrsta messubók hins nýja siðar kom þá út (1522, »Von
der Euangelischen Messz«), án þess að Lúther ætti þar nokk-
urn hlut að máli. Þetta, sem nú var sagt, tekur að eins til
tiðasöngs. í skipan sjálfra sálmanna og sálmasöngsins varð
þó Lúther fyrstur til árið 1524, með fram vegna þeirra at-
gerða, sem nú hefir verið getið og áður höfðu farið fram
um embætti og líðasöng. Tók Lúther þá höndum saman við
ýmsa vini sína skáldmælta; sömdu þeir nú sálina upp úr
Daviðssálmum, þýddu latínska hymna og löguðu eldri þýzk-
ar þýðingar og andleg ljóð, sem fyrir hendi voru. En umsjá
með sönglögum hafði vinur Lúthers, hinn nafnkunni söng-
fræðingur Jóhann Walther; raddsetti hann lög þau hin eldri,
er þeir félagar orktu undir, og samdi sjálfur ný lög. Með
þessum hælti varð til hið fræga »Enchiridion«, sem út kom
samlimis á tvennan hált í Erfurt 1524 og hefir að geyma
nokkura sálma og einrödduð lög; komu siðan margar út-
gáfur þess rits. Jafnframt lét Jóhann Walther frá sér fara
(Wittenberg 1524) hina frægu söngbók sina («Geystliche ge-