Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 19
19
sangk Buchle3rn«), sem var í 5 hlutum, eftir röddum, en þá
voru menn elcki komnir upp á það að setja allar raddir
saman. Rak siðan hver sálmabókin aðra, bæði frá hendi
Lúthers og annarra, og er þarflaust að greina gerr frá því
í þessu riti. Jafnframt dafnaði sálmakveðskapur vel, og reis
nú upp hvert sálmaskáldið af öðru, eins og sjá má siðar i
þessu riti. Skulu hér engin nöfn til tínd, enda auðvelt að
fara nærri um höfunda og sálma þeirra, með því að fletta
upp eftir skránum hér aftan við. Að eins tvö þessara skálda
verða hér nefnd. Lútlier sjálfur hefir orkt, þýtt eða lagfært
41 sálm að meðtöldum textum (4) undir lögum, að því er
merkustu fræðimenn segja. t*að er sízt að undra, þótt i frum-
sálmabókum vorum finnist þýtt margt sálma hans, enda eru
18 þeirra í Marteinssálmum, í Gislakveri 7, þólt þýddir séu
úr dönsku, en í sálmabókum Guðbrands b}rskups 38. Annað
sálmaskáld útlent, sem flestir sálmar eru þýddir eftir á ís-
lenzku á þessum tíma, er Michael Weisse. Hann var síðast
i Landskron, forstöðumaður Bæheimsbræðra, en svo var
nefndur trúflokkur einn, sem rakinn er til Jóhanns Huss
og til töldust um 200—300 safnaða í Bæheimi og Máhren
við upphaf siðskiptanna. Þegar Lúther kom til sögunnar, hall-
aðist trúflokkur þessi þegar að honum, og að ráðum hans
var það, að Michael Weisse, er um hrið var handgenginn
Lúther, geklc i þjónustu flokksins. Frá hendi Weisse er hin
fræga söngbók Bæheimsbræðra (»Ein New Geseng buchlen«),
er út kom 1531; önnur útgáfa kom 1544, og sá sálma-
skáldið Jóhann Horn um hana. Weisse orkti margt þessara
sálma eða þýddi og samdi jafnvel sumt laganna sjálfur; kom-
ust margir sálma hans þegar inn í frumsálmabækur Þjóð-
verja og lifa sumir enn i dag. En það er til marks um vin-
sældir Weisse hér, að í sálmabókum Guðbrands byskups er
að íinna þýðingar á 33 sálmum hans (þar af 1 í gr. 1607).
Þær þjóðir, sem hnigu lil Lúthers, hófu og brátt sálma-
kveðskap á eiginlungum sinum eða þýddu hina nýju þýzku
sálma. Með Dönum kom fyrsta sálmabókin út í Málmhaug-
um 1528 og er kennd við Claus Mortensön (f. 1500, d. 1576),
einn hinna fyrstu siðskiptamanna í Málmhaugum, síöar prest
þar og prófast; 2. útgáfa kom 1529. Árið 1529 gaf Hans
Meyer, þýzkur bóksali, út danska sálmabók i Magdeburg,
sem nú er glötuð, en hún var prentuð upp sama ár í Roslock
(kennd oft við útgefandann, Lúðvik prentara Dielz). Viðbæti
gaf sami maður út 1536. Árið 1533 gaf hinn nafnkunni lær-