Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Síða 30
30
1585.1) Þar getur þess, að niikill ruglingur sé á sálmum þeim,
sem sungnir séu í kirkjum á íslandi, með því að ýmsar séu
þýðingar þeirra, svo að menn, er sæki aðrar kirkjur en
sóknarkirkjur sinar, geti ekki fylgzt með í söngnum. Þetta
sýnir bezt, að aðrir sálmar hafa verið nyrðra en syðra, og
staðfestir nógsamlega það, er segir um söngbók Ólafs bysk-
ups Hjaltasonar. Bréf þetta er til byskupa beggja, Gísla og
Guðbrands, og er þeim þar boðið að hafa fund saman hið
bráðasta, til ihuga um þetta efni, og ákveða eina og fasta
þýðing sálmanna, einkum þeirra, er sungnir séu i kirkjum,
Sýnishorn rithandar Guðbrands
byskups 1606 (frerasta bl. í mál-
dagabók Ólafs byskups Hjalta-
sonar í þjskjs.).
<&' H)
svo að allir geti farið eflir því. En þó að Gísli byskup sé
hér nefndur, þá er víst enginn vafi á þvi, að komið hefir
bréf þetta fram að hvötum Guðbrands byskups. Gísli byskup
var þá orðinn allaldurhniginn, er þetta var, en Guðbrandur
ungur, kappsamur og fylginn sér til umbóta allra i kirkju-
þjónustu og trúgæzlu. Hafði hann þá og nýlega (ári fyrr)
lokið við mikið stórvirki, útgáfu bibliunnar. Hefir honum
þvi þókt hendi næst að koma góðri skipan á sálma og söng
kirkjunnar. Vér vitum nú ekki, bvort Gísli byskup hefir
nokkuð sinnt þessu, en hitt er víst, að aðalverkið lagðist á
Guðbrand byskup, enda stóð lionum það næst, með því að
hann hatði prentsmiðju við böndina. Ekki hefir heldur staðið
lengi á verki þessu, enda má vera, að byskup hafi haft ein-
hvern undirbúning áður. Eftir bréfi konungs 2. júni 15872)
hefir Guðbrandur byskup (og þá haustinu fyrir) sent utan
sálmasafn sitt, þvi að þar segir, að »hinir hálærðu« (þ. e.
1) Norske Tegn. 1, 315 (FJ. Hist. eccl. Isl. III. bls. 26. MKet. II. bls.
104; Kanc. Brevb. VIII. bls. 302).
2) Norske Reg. 1, 607 (MKet. II. bls. 127; Kanc. Brevb. VII. bls. 744).