Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Page 32
32
og öðrum bannað að prenta þá annarslaðar og flytja til ís-
lands. Þó dróst enn nokkuð útgáfa sálmanna, og þó ekki
lengi; má vera, að sá timi hafi verið notaður til rannsókna
um sálmalög. Árið 1589 kom sálmabókin út: »Ein ny | Psalma
Bok, | Med morgum Andligum Psalmum, Kristelegnm Lof-
saunguum | og Vijsum, skickanlega til samans sett og | Auken
og endurbætt« o. s. frv. Að bókarlokum stendur: »Pryckt ui
Holum i Hiallta Dal | Aar epter Gudz Burd. | M. D. LXXXIX.«
Orðin »aukin og endurbælt« vísa til eldri sálmabókar, og þá
Ólafs byskups Hjaltasonar. Upplag var 375 eintök, verð 1
dalur (óbundin) og U/a dalur (bundin), að þvi er virðist.})
Er bókin svo fágæt, að menn vita nú að eins af þrem ein-
tökum hennar, í landsbókasafni, þjóðminjasafni og bókhlöðu
konungs i Kaupmannahöfn, og eru þó öll óheil; tililblað er
glatað nema í eintaki konungsbókhlöðu og þar þó skaddað.
Bókin er í litlu 8vo. og er [12 -j-] ccxxxiij [+ OJ blöð. Par
er fyrst formáli Lúthers, siðan Guðbrands byskups sjálfs, þá
efnisskrá, útlegging á Eph. 5 (eftir Símon Paulus); siðan
koma heilræði úr latinu og þýzku, enn önnur heilræði eflir
Lúthcr og loks ávarp bókarinnar, allt í ljóðum, þýlt af sira
Ólafi Guðmundssyni. Aftan við er regislur eftir upphöfum
sálmanna (6 bl.). í bókinni eru 328 eiginlegir sálmar; ýmsir
þeirra cru teknir upp i fyrstu útgáfu gr. 1594, og 7 nýir
sálmar eru þar um fram (Gbr. 329—35); í 2. útgáfu gr. (1007)
lók byskup upp í viðauka nokkura fleiri sálma úr sb. 1589
og enn 0 nýja sálma (Gbr. 330—41). Önnur útgáfa sb. kom
1019, og var þar aukið við 38 nýjum sálmum (Gbr. 342—
79), auk þeirra sem teknir voru úr gr. 1594 og 1007 og ekki
höfðu verið í sb. 1589; örfáir voru felldir niður. Af þeim
samtals 379 eiginlegum sálmum, sem eru i sb. og gr. Guð-
brands byskups, eru 2 hymnar á lalinu. Bókinni er skipt niður i
kalla, eins og títt var um útlendar sálmabækur. Höfuðskipt-
ingin er í sex kafla. Fyrsti kaili er um »Christi historiua og
hefir að geyma 105 eiginlega sálma (Gbr. 1—105); annar er
»út af kristilegum fræðum og barnalærdómi« (Gbr. 100—35);
þriðji er Davíðssálmar (Gbr. 136- 87), en þá má og finna í
öðrum köflum bókarinnar; fjórði (Gbr. 188—268) um »höfuð-
greinir kristilegs lærdóms«; fimmti (Gbr. 269—305) hefir að
geyma »lofsöngva, bænir og þakkargerðir«; sjölti og siðasti
kafli (Gbr. 306—28) hefir að geyma »huggunarsálma og
1) PEÓl. III. bls. 711-12.