Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Page 33
33
bænir, af dauðanum, upprisunni, efsta degi og því eilífa lífi«.
í efnisregistri framan við sb. er skipt enn smærra, í 36 flokka.
Samkvæmt formála Guðbrands fyrir sb. 1589 er hér um
þýðingar útlendra sálma að ræða, enda reynist svo við nán-
ari athugun, að örfáum undanskildum, sem bezt sýnir rann-
sókn sú, er hér fer á eftir. Svo hefir verið talið, að sb. þessi
myndi mestsniðin eflir hinni dönsku sálmabók Hans Thomis-
söns 1569 eða síðari útgáfum hennar. Pess er fyrst að geta,
að samræmi er mikið með hinum stærri sálmabókum framan
af í lútherskum sið. Það er og víst, að þeir Guðbrandur
byskup og þýðendur hans hafa haft við höndina sb. HTh.,
enda tekið þaðan beint nokkura sálma. En kaílaskiptingin í
sb. Guðbrands byskups er ekki i sb. HTh.; efnisskipting
og röð framan við er og frábrugðin. En mestur munurinn
er í því fólginn, að í sb. Guðbrands byskups eru mjög margir
sálmar, sem ekki eru í sb. HTh., sumir þýddir löngu síðar
á dönsku, en sumir hafa jafnvel aldrei komizt á danska
tungu. Þetta sýnir það, að þeir Guðbrandur byskup hafa
og stuðzt við aðrar sálmabækur og þá þýzkar. Þýzkar sálma-
bækur framan af eru margar mjög svipaðar, með sams konar
skiptingu efnis og sömu sálmum. Geta þeir byskup hafa haft
fyrir sér fleiri en eina slika bók. Pó virðist helzt svo sem all-
mjög hafi notuð verið sálmabók sú, sem við Strassburg er
kennd og út kom í mörgum útgáfum á 16. öld.
En þá er að líta stuttlega á það, hverjir verið hafi að
verki með Guðbrandi byskupi í sálmabók þessari. Sjálfur
segist hann í formála sb. 1589 hafa þýtt »tvo eða mest þrjá«
sálma í bókinni (sbr. það, sem segir við Gbr. 160—l1)). Enga
aðstoðarmenn sína við þetta verk nefnir byskup í formála
sb., annan en síra ólaf Guðmundsson í Sauðanesi, og segir,
að hann hafi útlagt úr lalínu og þýzku »flesta aðra« sálma
en þá, fáeina, er hann hafi fengið frá öðrum skáldum. Eftir
þessu má ætla, að síra Ólafur hafi þýtt flesta sálmana eða
lagfærl þær þýðingar, er eldri voru. í3að lítið, sem grafið
verður upp um aðra höfunda eða þýðendur eftir ýmsum
gögnum, einkum handritum, verður og stuttlega rakið hér,
til yfirlits, en engan veginn verður til nokkurrar hlítar frá
höfundunum sagt á þessum stað, enda eiga sumir þeirra
margbrotinn æviferil.
Ekki vita menn mikið um síra Ólaf Guðmundsson. Talinn
1) Um ævi Guóbranils byskups sjálfs vísast í PEÓl. III.