Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Qupperneq 34
34
er hann fæddur 1537, hafa verið í skóla á Hólum með Guð-
brandi byskupi, en siðan við nám utanlands. Söngmaður hafði
hann verið mikill, vel að sér í þ5rzku og latínu. Bróðir sira
ólafs var sira Sigfús að Þóroddsstöðum, skáld gott (d. 1597).
Síra ólafur fekk Sauðanes 1571, að þvi er talið er, og var
þar síðan til dauðadags (1608). Hafði Guðbrandur byskup á
honum miklar mætur. Er jafnvel talið, að byskup hafi fengið
hann til þess að gegna kennslustörfum á Hólum á vetrum
og léð prest i staðinn til Sauðaness, síra Hálfdan Rafnsson,
siðast prest á Undirfelli, frænda sinn; en verið hefir það
seint á árum sira Ólafs, því að sira Hálfdan fæddist 1581.
En hvort sem síra Ólafur hefir nokkurn tíma gegnt kennslu-
störfum á Hólum eða ekki, er það víst, að síra Hálfdan hefir
haft prestsþjónustu að Sauðanesi, sem segir í vísu hans:
Sauðanes er sessinn minn
um sjálfan vetrartíma;
þá vorið kemur með vænleik sinn,
verð eg burt að rýma.’j
Var síra Hálfdan skáldmæltur vel, þólt ekki verði fundnir
sálmar eftir hann í sb. Guðbrands byskups, en í síðari sb.
(sálminn »Anda þinn guð þú gef mér víst«) og í handritum
má finna kveðskap eftir hann. Síra ólafur Guðmundsson er
nafngreindur við nokkura sálma í sb. (sjá nafnaskrána), en
ekki eru þýðingar hans neilt afbragð. Kvæði eru og eftir
hann i Vísnabók og allviða i handritum; en ekki má það
fjölskrúðugt heita né mikill kveðskapur.1 2) Virðist síra Sigfús,
bróðir hans, hafa verið meira skáld, þótt ekki verði fundið,
að byskup hafi tekið sálma eftir hann í sb. sinar. 1 Vísna-
bók byskups eru þó kvæði nokkur sira Sigfúsar og eins sira
Jóns Bjarnasonar í Presthólum, sem ekki verður heldur fundið,
að eigi nokkura sálma eða þýðingar í sb. byskups. Sama máli
gegnir um síra Ólaf Jónsson á Söndum, sem þó var eitt höf-
uðskálda sinnar tíðar; enginn sálmur finnst eftir hann í bók-
um byskups; en í siðari sb. má finna nokkura sálma hans.
Síra Jón Þorsteinsson i Kirkjubæ í Vestmannaeyjum (d. 1627)
virðist ekki heldur eiga nokkurn sálm í hvorugri sb., og hefir
hann þó jafnan verið mikils metið sálmaskáld og sálmar
hans sumir teknir upp i siðari sb. Að visú hefir síra Jón tekið
allmargar sálmaþýðingar þaðan upp í Davíðssálma (Hól. 1662;
1) JS. 299, 4to.; Lbs. 269, 4to.
2) Sbr. JPork. Digtn. bls. 435 o. s. frv.