Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Síða 35
35
2. útg. Hól. 1746) sína (sbr. nafnaskrána), en jafnframt er
þess oftast látið við getið, að þeir séu »áður útlagðir af öðr-
um«; má þá ætla, að slík athugasemd liafi fallið niður um
hina, sem þaðan eru komnir.
f*eir, sem með vissu virðast eiga einhvern hlut í fyrri útgáfu
sb. Guðbrands byskups (1589), auk síra Ólafs Guðmundssonar,
skulu nú taldir.
Magnús sýslumaður Jónsson hinn prúði(sjáGhr.221). Magnús
(f. ca. 1530, d. 1591) var
í senn höfðingi mikill,
fræði- og menntamaður
og skáld gott. Liggur eft-
ir hann mikið í ritstörf-
um og kveðskap, þótt
hér sé ekki greint.1)
Sálmur sá, sem finnst
eftir liann í sh., er einn
hinna hezt kveðnu,
hjartnæmur og inni-
legur; er því og svo
farið um alla þá sálma
í sh., sem innlendir
virðast vera, að þeir
eru miklu hetur orktir
oftast en þýðingarnar,
sterkari, skáldlegri og
með næmara og per-
sónulegra hlæ. Ekki
verða fundnir sálmar i
sb. eftir Pál á Staðarhóli, hróður Magnúsar, og var hann þó
skáld gott.
Síra Einar Sigurðsson, síðast í Heydölum, var aldavinur
Guðbrands hyskups og honum önnur hönd í Vísnabókar-
útgáfunni og öðrum kveðskap, er byskup vildi koma út;
studdi og byskup hann vel í basli hans nyrðra. Eftir nafna-
skránni aftan við má sjá hlutdeild síra Einars í sb.; hetir
og enn verið tekið eftir hann í síðari útg. Síra Einar var
eitt hinna helztu skálda sinnar tíðar á Islandi, enda eru
sálmar hans og þýðingar í sh. einhverjar hinar beztu. Mikið
liggur eftir hann í kveðskap, og hefir margt verið prentað (i
Magnús Jónsson liinn prúði (með
rithandarsýnishorni).
1) Sbr. JPork. Æfisaga Magnúsar prúða, Kh. 1895.