Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Page 36
36
Vísnabók og víðar), en sumt má finna i handritum, þólt hér
sé ekki rakið. Síra Einar fæddist 1538, gekk í skóla á Hól-
um með Guðbrandi byskupi, en preslvígðist 1557. Lifði'hann
siðan í bágindum nyrðra, enda barnmargur og hélt þá jafn-
an léleg prestaköll. En eftir að Oddur, sonur hans, var bj^skup
orðinn í Skálholti, vænkaðist hagur hans; varð hann fyrst
prestur að Hvammi i Norðurárdal skamma stund, en siðan
að Heydölum (1590) og var þar til dauðadags (1626).1) Voru
synir sira Einars og niðjar margir prýðilega skáldmæltir.
Síra Böðvar Jónsson i Reykholti var vinur mikill Guð-
brands byskups, líklega lærisveinn hans frá rektorstið bans
i Skálholti (1564 og næstu ár). Hann var skáldmæltur og
þýddi Vandrebog Hans Christensöns Sthen (AM. 425, 12mo.).
Eftir hann virðist munu vera ein þýðing hér (sbr. Gbr. 163).
Síra Böðvar virðist og hafa látið sér annt um útgáfu sb. og
viljað láta vanda vel sálmakveðskapinn. Til marks um það
er það, að þegar er sb. 1589 var komin út, ritaði hann Guð-
brandi byskupi, vini sínum, athugasemdir um hana, og gat
þess þar, hvað sér þækti ábótavant. Guðbrandur byskup svar-
aði síra Böðvari aftur, og er bréf hans til, en því miður
hvorki athugasemdir síra Böðvars né svör byskups við þeim2 3).
Síra Böðvar var einn fyrirpresta í Skálholtsbyskupsdæmi,
prófastur lengi í Borgaríirði, sonur sira Jóns yngra Einars-
sonar í Reykholti, bróður Gizurar byskups. Hann fæddist í
Skálholti 1548, er prestvígður orðinn 1569, hélt um hrið Stað
í Grunnavík, en fekk Reykholt 1582 og hélt til dauðadags
(1626).8)
Einn sálmur með vissu (Gbr. 225) er hér eftir síra Rafn
Þorvaldsson í Saurbæ á Hvalfiarðarströnd, vel kveðinn. Síra
Rafn er prestur orðinn 1570 og var lengi prestur í Saurbæ
(til 1623?). Ekki kunna menn mikið af honum að segja og
ekki er hann talinn í skálda röð um þelta leyti. Eilt kvæði
er þó eftir hann, er svo hefst: »Þetta er aum öld«;4) hefir
það ranglega verið eignað Jóni byskupi Arasyni.5)
Árið 1586 varð Oddur Einarsson rektor á Hólum og var
það, til þess er hann varð kjörinn byskup í Skálholti (1588,
1) Blanda (Sögufél) I. bls. G0 o. s. frv.
2) Lbs. 101, 4to. (bls. 423—5) m. h. síra Jóns Halldórssonar i Ilítardal.
3) JH. Prestasögur í Skálholtsbyskupsd., ehdr., Lbs. 175, 4to. (Reyk-
holtsprestar).
4) JS. 231, 4to.; Lbs. 709, 8vo., og 269, 4to.
5) Obituaria Islandica, Kh. 1893—6, bls. 179; sbr. PEÓl. I. bls.431— 2.