Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 38
var fátækra manna, fæddur eftir lát föður síns; ílosnaði þá
móðir hans upp og fór um með sveininn; varð hún úti bæja
á milli að vetrarlagi, en Benedikt hinn ríki Halldórsson á
Möðruvöllum fann sveininn á lífi við brjóst móður sinnar,
lók hann síðan að sér og kom til manns. Síra Magnús and-
aðist 1636.1 2 3)
Við síðari útgáfu sb. (1619) er að geta þessara manna.
Bjarni skáldi Jónsson er allnafnkunnur maður sökum kveð-
skapar síns, þólt fátt vitum vér nú um hann sjálfan. Hann
hefir verið uppi á síðara helmingi 16. aldar og lifað fram á
. 1 /f. ' . n , 17. öld. Kvæði eru
1 eftir hann í Visna-
bók og sálmar hafa
honum verið eign-
aðir (sbr. Gbr. 372
og 375), en margt er
í handritum kvæða
hans, þótt hér sé ekki
rakið.8)
Síra NikulásNarfa-
son i Hítarnesi er ekki nefndur í skáldaröð um þelta leyti,
en einn sálmur er þó hér eftir hann (Gbr. 367), vel kveðinn.
Hans er og að jitlu getið. Ilann var af prestafólki kominn,
hefir orðið prestur laust eftir 1590 og andazt nálægt 1630.8)
Síra ólafur Einarsson, siðast í Ivirkjubæ, sonur síra Ein-
ars í Heydölum, var ágætt skáld og hefir orkt fjölda kvæða,
einkum andlegs efnis, þótt lítt hafi þeim verið gaumur gefinn
og fátt sé prentað eftir hann, enda má sjá bragð þess af þýð-
ingum þeim, sem hér eru eftir hann (sjá nafnaskrá); þær
eru flestum liðugri og betur gerðar. Síra Ólafur fæddist laust
eftir 1570. Hann gerðist hinn lærðasli maður, stundaði nám
í háskóla Kaupmannahafnar 1594—8, varð siðan kennari i
Skálholtsskóla og rektor þar 1600—8, en prestur í Kirkjubæ
i Tungu 1609 og prófastur í Múlaþingi. Hann lét af prestskap
1649, en er talinn hafa andazt 1659. Sonur hans var sira
Stefán skáld i Vallanesi.4)
Sira Magnús Sigfússon á að minnsta kosti einn sálm i sb.
£»»»*
Sýnishorn rithandar síra Ólafs Einarssonar
i Kirkjubæ (AM. 259, 4to.).
1) Sbr. Hálfdan Einarsson: Presbyterologia Holensis (i þjskjs.).
2) Jón Þorkelsson: Digtningen, bls. 397 o. s. frv.
3) JH. Prestasögur í Skálholtsbyskupsdæmi, Lbs. 175, ito. (Hítarnes-
prestar).
4) Sbr. JH. Skólameistarasögur, bls. 89—91.