Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Page 39
39
(Gbr. 379). Hann var og á Hólum þessi ár, og er nefndur
prestur þar 1617, en djákn hafði hann verið áður á Reyni-
stað. Hann var sonur síra Sigfúsar Guðmundssonar á Þór-
oddsslöðum. Hann varð síðast prestur á Höskuldsstöðum,
lét af prestskap 1640, en andaðist 1663.1) Hann er talinn i
skrifum fvrri manna vel að sér, söngmaður mikill og
skáld gott, en það fátt, er nú þekkist kvæða hans, er þó
ekkert afbragð.
Loks er einn sálmur (Gbr. 359) eftir síra Guðmund Er-
lendsson, síðast prest að Felli í Slétta-
hlið (d. 1670). Hann hefir orkt allra
manna mest, og komust fáeinir sálma
hans inn í síðari sh., en heldur er kveð-
skapur hans misjafn að gæðum. Iívæði
hans eru á við og dreif í handritasöfn-
um. Kvæðabók hans, »Gígja«, er í Lbs.
1055, 4to. (og víðar), rímnasaín í Lbs.
180, 4to.
Fleiri skáld hefir ekki lekizt að finna,
er þátt nokkurn kunni að eiga í sb. Guðbrands byskups.
Líklegt er þó, að fleiri kunni að hafa verið hér að verki,
t. d. einkum síra Arn-
grímur lærði; hann
var jafnan önnur hönd
Guðbrands byskups,
orkli nokkuð sjálfur
og þýddi kvæði og
hlýtur að hafa haft að
einhverju leyli hönd
í bagga með 2. útg.
sb. (1619).
Þá er að líta á
sálmalög í bókum
Guðbrands byskups.
í báðum sb. bans eru
víða söngnótur; sum
laganna í fyrri úlg.
eru þó ekfci alveg heil
(vantar stundum aft-
an af þeim). Áður
hefir verið vikið að
u
Sýnishorn rithandar
síra Guðraundar Er-
lendssonar á Felli 1C67
(i vísitazíubók Gísla
byskups Porláksson-
ar í þjskjs.).
1) Hálldan Einarsson: Preshytef ologia Holensis (i þjskjs ).