Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Síða 40
40
því, hvert band muni vera milli söngbókar ólafs byskups
Hjaltasonar og sálmalaga í bókum Guðbrands, en um hvert
s-s i. x' sálmalag hefir verið reynt að
grafast fyrjr um rætur þess, við
(Láaicti]fh*vtif sálm þann, er lagið fylgir. Má
'JvTMKf 1fí af þvi Ijóst verða, að mikill
Sýnishom rithandar síra Arngríms fjöldi laganna er útlendui, hein-
lærða 79 ára (AM. 267, fol.). línis tekinn upp úr útlendum
söngbókum, bæði sb. HTh.
og hinum þýzku, er Guðbrandur byskup notaði, því að lög
voru einnig í þeim (Strasshorgar-sb.). Flest sömu laganna
sem i sb. eru má og finna í messusöngsbók byskups (gr.
1594, 2. útg. 1007, 3. útg. 1623) og fáein að auki. Virðist
byskup þar hafa haft stuðning af Cantica sacra, er Fr. Eler
gaf út 1588, og hefir það furðuíljótt komizt í hendur honum,
enda prentað i Hamborg, svo að ekki er að undra, með því
að byskup hefir liaft þar skipti fyrr og haldið jafnan kynn-
um við ýmsa menn þar. Samtals eru hrein sálmalög í sb.
og gr. Guðbrands byskups 149 að lölu. Gr. 1594 er í 4to.,
129 bl., nær yfir arkirnar A-Þ og Aa-Hh. Hann er ágætlega
prentaður og nóturnar mjög skýrar. Framan við eru leið-
beiningar »um það rétla messuembætti«, en aftan við eru
bænir og órazíur. Guðbrandur b}fskup var svo hygginn að
fá Odd byskup Einarsson til þess að semja formála að gr.
1594, og er hann þar prentaður fremst; hefir hann með þvi
viljað styðja að sölunni syðra, enda leggur Oddur byskup
þar ríkt á við presta sína að nota gr. til embættisgerða i
Skálholtsbyskupsdæmi. En ekki er þar um nokkurar leið-
beiningar að ræða i söng, svo sem sumir virðast hafa ætlað,
þótt hitt sé vel liklegt, sem talið er, að Oddur byskup hafi
verið vel að sér um söng og kunni að hafa ált einhvern
þátt í sjálfri útgáfu gr. Af formálanum verður þó ekki annað
séð en að hann hafi lesið gr. yfir og fallizt á efni hans.
Engin leiðbeining um söng var í gr. fyrr en aftan við gr. 1691,
eflir Þórð byskup Þorláksson, og fylgdi útgáfum hans siðan.
Messusöngsbókin (eða grallari, sem vant er að kalla) hefir
ekki að eins að geyma sálmalög, heldur og allan messusöng,
jafnt tiðasötig prests og tón (á latínu og íslenzku) sem svör
djákna og safnaða. í 2. útg. gr. (1607) jók byskup latínu-
sönginn til muna og tók þar upp víða að fullu söngnótur
og les, sem að eins haíði sýnt verið að upphafsorðum einum
i 1. útg. Og vel sýnir anda byskups athugasemd hans þar