Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Qupperneq 43
43
safni, en hefir fyrrum verið eign Hólastóls.1) Það hefir að
geyma antifónur úr kaþólskum sið, allar með nótum, en er
þó ritað ekki fyrir 1570; viða eru þar athugasemdir með
greinilegri hendi Guðbrands byskups, bersýnilega á árunum
1580—90; má jafnvel ætla, að bj'skup hafi kannað handrit
þetta vegna undirbúnings síns að messusöngsbókinni, þótt
ekkert hafi hann getað þaðan tekið.
Það, sem Guðbrandi byskupi gekk til útgáfu sálmanna,
var hið sama sem réð bókaútgáfu hans almennt, efling guð-
rækni í landinu og trúgæzla yfirleitt. Telur byskup i formála
sb. 1589 upp í sex liðum, hvað fyrir sér vaki, og ber allt
að sama brunni, eins fyrir þvi, þótt hann í síðasta liðnum,
að hætti ýmissa útlendra sálmaútgefanda, segist með sálm-
unum vilja veitast að veraldlegum kveðskap, einkum rimurn,
níðkvæðum og soralegum manvisum; þetta hið síðasta itrek-
ar hann enn í Vísnabók sinni 1612, er hann ætlaði til þess
að kefja niður að fullu þessar greinir kveðskapar. Vísnabók
hans er merkisrit i sinni röð, þótt ekki verði hún tekin til
athugunar hér, með því að kveðskapur sá, er hún hefir að
geyma, telst ekki til eiginlegra sálma. Ekki verður til þess
ætlazt af höfundi þessa rits, að athugað sé hér, hversu Guð-
brandi byskupi hafi tekizt að vinna að tilgangi sinum, að
þvi leyti sem varðar þau efni, er beinlínis má telja guðræki-
leg, enda ætti það að vera nægileg trygging starfsemi byskups
að þessu leyti, að mestur hluti sálmanna var hinn sami sem
sunginn var með öðrum lútherskum þjóðum samtimis.
Gildi þeirra að þvi leyti ætti að falla nokkurn veginn saman
við tilganginn. Hinu verður ekki hjá komizt að lita hér slutt-
lega á það, hversu sálmarnir horfa við í bókmennlum þjóð-
arinnar, það er varðar kveðskapargildi, braglist og máls-
meðferð.
Guðbrandur byskup hefir sjálfur i sinum snjalla formála
sb. 1589 gert grein fyrir þvi, hvernig hann vilji, að sálmar_
séu úr garði gerðir. Byskupi er það ljóst, hversu vel orkt
ljóð og fagur söngur er máttugur í áhrifum á lilfinningar
manna. Þvi vill hann nota hvort tveggja til þess að vekja
guðrækni manna. Hann vill hefja sálmaskáldskapinn á það
1) Handrit þetta var áður i eigu síra Bjarna Porsteinssonar í Siglu-
firði, og hefir hann tekið nokkuð söngnótna úr þvi upp i rit silt, ís-
lenzk þjóðlög, sjá þar bls. 195—206.