Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Qupperneq 44
44
stig, að jafnazt geti á við jiað, sem bezt er kveðið, hlíta að
ölln islenzkum bragreglum, »með mestri orðsnilli og mælsku,
sem maður kann bezt«. En byskupi gekk til þessa ekki að
eins guðrækni; ást hans á íslenzkri tungu og ræktarsemi við
þjóðlega skáldskaparhátlu kemur viða fram í formálanum.
»Opinbert er«, segir hann, »að þetta norrænumál fþ. e. ís-
lenzkaj hefir forpris fram yfir mörg önnur tungumál, það
vér af vitum, í skáldskapar-málsnilld og kvæðahætli, hvað
sannlega er ein guðs gáfa þessu norrænumáli veitt og gefin,
hverja en þó margir misbrúki, þá er það þeirra synd og
skuld, sem það gera, og er hún þar fyrir ekki lastandi,
heldur ættu menn að neyta hennar, svo guði megi til þokk-
nunar og lofgerðar vera«. í samræmi við þetta veitist byskup
þungt að þeim, sem hirðulausir hafa verið um sálmakveð-
skapinn, og bregður þeim bæði um óvirðing á guðsorði og
ræktarleysi til islenzkrar tungu; er þvi likast sem byskup
hafi hér í huga sálma Gísla bjrskups: »þelta bið eg, þeir hug-
leiði, sem lasta allan skáldskap og hljóðstafagrein í sálmum
og andlegum vísum og vilja ekki líða, að sálmar sé upp á
hljóðstafagrein útlagðir, og meina, að ei varði, með hverju
móti það er útlagt, sem í kirkjunni syngjast skal, þegar það (
verður skilið. Og gefa þeir enu sömu þar með nóglega að
undirstanda, hvilika rækt, ást og virðing þeir hafa til guðs-
orðs og sins eiginlegs móðurmáls«. Því er það »fyrir þessar
greinir, svo og einnig móðurmáli voru til sæmdar og feg-
urðar, sem í sjálfu sér er bæði Ijóst og fagurt og ekki þarf
i þessu efni úr öðrum lungumálum orð til Iáns að taka eða
brákað mál né bögur að þiggja, þá hefi eg alla tíma, siðan
eg kom til þessa embæltis (óverðugur), óskað þess og lagt
þar hug og ástundan á, að vorir sálmar mætlu með mjúkari
málsnilld eftir réttri hljóðstafagrein og hætti, og þó þar með
__gftir originalnum, þeirn þýzka og latínska, verða útlagðir«.
Þessi orð sýna einlæga viðleitni byskups lil þess að vanda
sálmana, hreinsa til og bæta um, kasta burt þeim sálmum,
sem ekki fylgdu islenzkum bragreglum eða voru »með ann-
arlegu tungumáli og brákaðri norrænu«. Sálmarnir skyldu
þó vera lifandi, svo að náð gætu til almennings; því mátti
ekki fjötra þá í dróma hins dauða kveðskapar fyrri alda
»með djúpum kenningum og lítt skiljandi orðum og mein-
ingum«. Hér var þá sund milli skerja, þar er byskup vildi t,
láta sálmaskáldin stýra.
En áður en litið er á, hversu byskupi hafi tekizt að fylgja
fi