Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Síða 46
46
sem áður, um bókagerð: »Eg fer, sem málshátturinn hljóðar:
I’angað er klárinn fúsastur, sem hann er kvaldastur; eg kepp-
ist við að hafa ómak, en fæ ekki nema öfund og óþökk,
. . . og skal ekki þetta óþakklæti mig beygja, á meðan lifi«.
Þcss er enginn kostur hér á þessum stað að koma fyrir
nákvæmri rannsókn á því, hversu Guðbrandi byskupi hafi
tekizt að fylgja meginreglum sinum, annars vegar um brag-
reglur, hins vegar um málvöndun. Það er í rauninni sér-
stakt rannsóknarefni. Er þá og skylt að hafa tvennt hugfast,
áöur en til dóma er gengið um þetta; fyrst, um bragreglurnar,
fyrirvara Guðhrands hyskups um það, að rím hafi stundum
orðið að þoka fyrir efni og skilningi frumsálmanna, en við
rím og bragreglur yfirleitt mun Guðbrandur hyskup eiga i
fyrirvara sinum; i annan stað um orðaval og mál, að dæml
sé eftir orðbragði og málfari samtímismanna, en ekki skóla-
reglum vorra daga.
Ef litið er til hins fyrra, bragreglna, mætti tína saman langt
mál um það, sem illa myndi þykja skarta nú á timum. Set-
ning stuðla og höfuðstafa er yfirleitt i lagi, svo að telja má
undantekning, ef gallar eru á þessu (t. d. Gbr.1) 1,2, 5,i,
44,1 — 2). Áherzla er stundum nokkuð skekkt, oftast af því,
að orðin eru ekki felld nægilega að laginu. Stundum lendir
endarím á áherzlulausum atkvæðum; dæmi: auma menn:
sinn soninn (2,3); um aldir: dýrkum vér (30,u); öll kristnin;
lausn amen (40,s); rikis: sess (46,3); sinn: mannkyn (75,3);
hjálpræðis: til þess (98,4); sbr. og 45 og 50 (víða).
Yfirleitt myndu og nútímamenn fetta einkum fingur í loka-
rim í sálmum Guðbrands byskups. Þar mætti tina saman
Ijölda dæma, sem virðast kynnu brot á nútimareglum að
þessu leyti. En gera verður þetta með varkárni. Fyrst og
fremst verður að skilja undan öll þau dæmi um rim, er
heimil voru að framburði þeirra daga. Þar til telst t. d. fram-
burður á æ, sem virðist þá enn hafa líkzt e að hljóði; brott-
fall r á undan st, stæ[r]st: hæst (víða), ve|r]st: mest (59,10),
fy[r|stur, þy|r]sta o. s. frv. Svipuðu máli gegnir um sigmynd
sagnorða -est og -test (nú -ist og tist), greini með nafnorðum
-enn (nú -inn). Enn skulu nokkur dæmi nefnd, er virðast
geta hent á framburð: föður, frh. feður (föður: meður, 25,3,
en föður: ræður, 80,s); gera, gerði, gert, þótt skrifað sé gjöra,
1) Fyrri talan táknar sálm (i VII. kafla hér síðar), cn hin síðari cr-
indi. Yíirleitt hefir um rím þókt nóg að vitna í Gbr. 1—100.