Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 53
53
ingu í sb. Cl. Mort., »Nu bede vi then Helligandíí.1) Þýðing-
in var ekki tekin upp i sb. siðar.
2. Vér heiðrum þig guð í hœstum stað.
Sálmurinn er 5 erindi, að upphafi fornlatínskur lofsöngur,
en saminn um af einum írumkvöðla siðskiptanna Nikulási
Hovesch (er kallaði sig með latinsku nafni Decius), »Allein
Gott in der Höhe sei Ehr«. Hér virðist þó sálmurinn þýdd-
ur eftir hinni dönsku þýðingu (líklega eftir Arvid Petersön,
prest í Borgundarhólmi eftir 1525), »Aleneste Gud i Himme-
rig«, enda 4. er. einmitt skotið inn þar og er samhljóða hér.
Þýðing þessi var ekki tekin upp í sb. siðar.2 3)
3. Vér trúum allir á einn guð.
Sálmurinn er 3 er. og orktur af Lúther, »Wir glauben all
an einen Gott«, en virðist þó þýddur eftir hinni dönsku þýð-
ingu Cl. Mortensöns, »Vi tro allsammen paa en Gud«, sem
er frábrugðin Lúther í 2. er., en kemur þar heim við þessa
þýðing. Þessi þýðing var ekki tekin upp i sb. siðar.8)
4. Af djúpri hryggð hrópa eg til þln.
Sálmurinn, 5 er., er eftir Lúther, út af 130. sálmi Davíðs, »Aus
tiefer Noth schrei’ ich zu dir«. Guðbrandur byskup tók þýð-
inguna upp i sb. sina 1589 (sjá Gbr. 169), en ekki í gr.4 5) og
hvarf hún síðan úr sb. Upphafserindi:
Af djúpri hryggð hrópa eg til pín, ef pú vilt eftir illskum sjá
heyr, guó drottinn, mina raust, og vor afbrot að minnast á,
verði pín eyru vend til min, herra, hver kann pað líða?
virð mina bæn, pað er mitt traust,
5. Heyr, mildur guð, miskunna þú.
Sálmurinn, 4 er., er eftir Lúther, út af 67. sálmi Daviðs,
»Es wollt uns Gott genádig sein«. Lofsöngserindið (4. er.)
aftan við, »Heiðrum guð föður himnum á« (= »Gott Vater
sei von uns gesagt«), fylgdi oft sálminum i þýzkum sb.6), og
það tók Guðbrandur byskup upp (sjá Gbr. 261).
6. Nú bið eg, guð, þú náðir mig.
Guðbrandur byskup tók þessa þýðing upp í sb. sínar og
gr.; um hana vísast þvi þangað (sjá Gbr. 153).
1) PEÓl. II. bls. 622; Tucher I. bls. 198; Skaar I. bls. G—7; Nutzhorn,
I. bls. 58—9.
2) PEÓl. II. bls. 622—3; Tucher, I. bls, 197; Nutzhorn, I. bls. 195 o.s.frv.
3) PEOl. II. bls. 623; Tucher, I. bls. 212—13; Nutzhorn, I. bls. 48 o. s. frv.
4) Sbr. PEÓl. II. bls. 623-4.
5) Sbr. l.c. bls. 624.
7