Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 54
54
7. Vakið upp, sem vel kristnir eru.
Þetta er bein þ5Tðing (6 er.) á hinum þýzka sálmi, »Wachet
auf ihr Christen alle, | wachet auf mit grossem Fleiss«, sem
er eftir ókunnan höfund.1) Þýðingin var ekki tekin upp í
síðari sb.
8. Látum oss likamann graja.
Um þenna sálm og þýðing vísast í Gbr. 312, því að áhrifa
kennir þaðan á þá þýðing, þótt ekki verði sagt, að sé hin
sama, né heldur, að sé beinlínis vikið við.2)
9. Á bökkum vatna i Babýlon.
Guðbrandur byskup tók þessa þýðing upp i sb. 1589, og
visast þvi þangað um hana (sjá Gbr. 170). Upphaf:
A bökkum vatna í Babýlon svo hörpur sem vor organ góð
beisklega par vér sátum, á vatnsins viðarkvistu;
penkjandi upp á þig, Zion, pann sem að er í þeirra land,
þreyðum með stórum grátum; þar mun hann hljóta last og skand
vér hengdum upp með hörðum móð og hvers kyns harmavislu.
10. Sœll eriú, sem þinn guð.
Um þessa þýðing vísast í Gbr. 171.
11. Hver, sem vill hólpinn hér.
Sálmurinn, 9 er., er eftir Pétur byskup Palladíus, »Hvo
som vil salig udi Yerden leve«, orktur upp úr sálmi Lúthers,
»Willst du vor Gott, mein lieber Christ.«3) Þýðingin var
ekki tekin upp síðar.
12. Heyr þú, minn guð, eg hrópa vil.
Sálmurinn, 6 er. + 1 lofgerðarvers, er eftir Lúther, út af
12. sálmi Daviðs, »Ach, Gott, vom Himmel, sieh darein«; þó
virðist Marteinn byskup og hafa haft fyrir sér þýðinguna í
sb. Cl. Mort., »0, Gud af Himlen, se hertil«.4) Þýðingin var
ekki tekin upp síðar.
13. Frá mönnum sný eg mínum liug.
Um þessa þýðing nægir að visa í Gbr. 146.
14. Sljörnuskaparinn, slilling góð.
Sálmurinn, 6 er., er fornlatínskur hymni, af sumum eig-
naður Ambrósiusi byskupi, »Conditor [eða Creator] alme si-
derum«; á þýzku voru jafnvel fleiri en ein þýðing til (»Gott,
heiliger Schöpfer aller Stern«), en á dönsku ein í sb. 1553,
»0, Stjerners Skabere i himmelske Hus«. Marteinn byskup
sleppir úr 5. er., og gæti það þókt benda til hymnans með
1) L.c. bls. 625; Wackernagel bls. 569.
2) Sbr. PEÓl. II. bls. 625.
3) PEÓI. II. bls. 626; Skaar, I. bls. 497-8; Brandt&Hehveg I. bls. 53.
4) PEÓl. II. bls. 627; Tucher I. bls. 106; Nutzhorn I. bls. 109-13.