Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 56
56
áherzlumunur sé um hátt.3) Þýðingin var ekki tekin upp
síðar.
20. Kristur o/ jöður oss fenginn.
Sálmurinn, 6 er., er venjulega eignaður Elizabet Creutzi-
ger, samlímiskonu Lúthers, »Herr Christ, der einig Gottes
Sohn«, en virðist hér þýddur eftir hinni dönsku þýðingu,
»Herr Christ, Gud Faders enbaarne Sön«.1 2) Þýðing þessi
finnst ekki i siðari bókum.
21. Ó, Christe, vér allir þökkum þér.
Um þessa þýðing vísast í Gbr. 133. Upphaf:
Ó, Christe, vér allir pökkum pér svo að vér yrðum synda fií
pá sætu ást, pú oss sýndir, sjálfs pin blóði úthelltir pví,
út pú gaft oss pig allan hér svo yrðum vér ekki týndir.
og allt í dauðann pig pindir,
22. Guð faðir, vér þökkum gœzku þín.
Sálmurinn, 4 er., er eftir Nikulás Boie, »0, Gott, wir danken
deiner Gút’«, en hér er farið eftir danskri þýðingu, »0, Gud,
din Godhed takke vi«, enda tekið með innskotserindi (milli
2. og 3. er.), sem finnst ekki í frumsálminum.3) Þýðingar
þessarar verður ekki vart síðar í bókum.
23. Faðir vor, hver ert himnum á.
Sálmurinn, 9 er., virðist þýddur beint eftir frumsálminum,
»Vater, unser in Himmelreich«, sem er eftir Lúther, en ekki
eftir hinni dönsku þýðingu, »Fader vor udi Himmerig«.4 5)
Pýðingin var ekki tekin upp siðar.
24. Gef þú oss þinn gœzkufrið.
Sálmurinn er 3 er., hið fyrsta frumorkt af Lúther, »Verleih
uns Frieden gnádiglich«, en hin er. þekkjast að eins í dönsk-
um sb., svo að ætla má, að Marteinn byskup hafi þýtt sálm-
inn þaðan, ef ekki er glalaður viðauki þessi og hafi verið
frumorktur i þýzku.6) Þýðingin finnst ekki annarstaðar,
25. Sjálfur guð fyrir sérlegt ráð.
Sálmurinn, 12 er., er eignaður Cl. Mortensön, »Gud Fader
udi Himmerig«.c) Þýðing þessi finnst ekki annarstaðar.
1) PEÓl. II. 629; Wackernagel bls. 4—5; Tucher I. bls. 3.
2) PEÓl. II. bls. 630; Wackernagel bls. 166; Nutzhorn I. bls. 105 o.
s. frv.; Skaar I. bls. 281 o. s. frv.; Bruun I. bls. 28—9.
3) PEÓl. II. bls. 630—1; Wackernagel bls. 370; Brandt & Hehveg I.
bls. 145—6; Nutzhorn I. bls. 336—7.
4) PEÓl. II. bls. 631; Tucher I. bls. 217; Wackernagel bls. 147-8;
Brandt & Helweg I. bls. 130; Nutzhorn I. bls. 347-9.
5) PEÓl. II. bls. 631; Tucher I. bls. 315; Nutzhorn I. bls. 261—3.
6) PEÓI. II. bls. 631; Bruun I. bls. 120-2; Nutzhorn I. bls. 67—8.