Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 66
66
en norrænum. Mætti vera, að þýðingin sé eftir ólaf byskup
Hjaltason, úr söngbók hans, enda er hún í lélegra lagi um
mál, kveðandi og einkum lokarim. Sálmurinn er 8 erindi
+ 1 lofgerðarvers, og er upphafserindið sýnt með laginu
(nr. 5).
Lagið hefir líklega þókt strembið og það leitt til þess, að
sb. 1671 og hinar síðari tóku að visa til annars lagboða
(»Skapari stjarna, herra hreinn«), þólt í öllum gr. sé haldið
hinu upphaflega lagi, sem ekki virðist vera í þýzkum né
dönskum sb. þessara daga; gæti það verið tekið upp úr sb.
ólafs Hjaltasonar eða úr Breviarium Holense Jóns byskups
Arasonar.
9. Orð himneska út gekk til vor.
Sb. 1589, bl. v; sb. 1619, bl. 5-6; sb. 1671, bl. 5; sb. JÁ. 1742, bls.
13; sb. 1746, bls. 13; sb. 1751, bls. 13; gr. 1607 (í viðauka, um jólatim-
ann) og allir gr. síðan; s-msb. 1742.
Fyrirsögnin í sb. 1589 og 1619 og gr. 1607 — 1723 (incl.)
er; »Verbum supernum prodiens«, og er það upphaf forn-
latínsks hymna, sem þetta er þýðing á og var í hinum eldri
breviaria i þessari mynd: »Verbum supremum prodiens | a
patre olim exiens« o. s. frv.1), en afbrigði eru mörg og eitt
þeirra eignað Tómasi úr Aquino, hinum nafnkunnasta lær-
dómsmanni á 13. öld (f. 1225, d. 1274). Þýðingin er gerð
beina leið eftir latinska hymnanum, en ekki nákvæm; er
hún furðusnjöll og betri talsvert en hinar, sem á undan
eru. Sálmurinn er 4 erindi + 1 lofgerðarvers, og er upp-
hafserindið svo:
Orð himneska út gekk til vor Verbum supernum prodiens,
af föður, fj7rr sem getið var, a patre olim exiens,
hver sonur oss til hjálpar fór, qui natus orbi subvenis
heimur pá efia aldur bar. cursu declivi temporis.
Lagboðinn er næsti sálmur á undan (nr. 8).
10. A/ föðurnum son eingeiinn.
Sb. 1589, bl. vj; sb. 1619, bl. 6; sb. 1671, bl. 5; sb. JÁ. 1742, bls. 13-14;
sb. 1746, bls. 13—14; sb. 1751, b!s. 13—14; gr. 1607 (í viðauka, um jóla-
limann) og allir gr. síðan; s-msb. 1742.
Fyrirsögn í sb. 1589 og 1619 og gr. 1607—1723 (incl.) er:
»A patre unigenitus«, og er það uppbaf latínsks hymna, er
svo hefst og talinn er orktur á 11. öld; er frumhymninn
stafrófssálmur (acrostichis), svo að hver ljóðlína fylgir staf-
1) Daniel I. bls. 77; Mone I. bls. 48-9; Koch 1. bls. 52.