Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 68
68
Sálmurinn er talinn frumkveðinn af Michael Weisse, »Lob-
singet Gott und schweiget nichtcc,1 2) og þá þýddur beint, enda
ekki til eldri eða samtíða þýðingar á dönsku. iJetta er ein hinna
lélegustu sálmaþ^'ðinga á íslenzku, svo að freisting er til þess
að eigna hana ólafi byskupi Hjaltasyni, með þvi að ekki er
hún eftir Gísla byskup Jónsson, og hafi þá þeim síra ólafi
i Sauðanesi láðst að lagfæra hana á sumum stöðum. Erindin
eru 14, og er upphafið svo:
Lálið eig’ af að lofa guð, Lobsinget Gott und schweiget niclit,
lýð sinum sendi heill og fiið; denn er hat es sehr wohl ausgericht;
María fæddi fríðan svein, Maria hat ein Sohn geborn,
fyrr og siðan var jómfrú hrein. damit ihr Keuschheit nicht verlorn,
Lagboðinn er næsti sálmur á undan.
13. Hátið liœst er haldin sú.
Sb. 1589, bl. vij—viij; sb. 1619, bl. 7-8; sb. 1671, bl. 6-7; sb. JÁ.
1742, bls. 16-17; sb. 1746, bls. 16-17; sb. 1751, bls. 17; gr. 1607 (i við-
auka, ura jólatímann) og allir gr. sfðan; s-msb. 1742.
Fyrirsögn í sb. 1589 og 1619 og í gr. 1607—1723 er: »Dies
est lælitiæcc, og er það upphaf lalínsks jólahymna (canticum
de nativitate domini), sem þetta er þýðing af, en frumkveð-
inn var á 14. öld, og er óvist um höfund, þólt sumir fyrrum
hafi ranglega eignað hann Benno byskupi i Meissen (d. 1107).
Er þetta upphaf fleiri hymna, en þessi hefst svo: »Dies est
lætitiæ | in ortu regalicc. Þýðingin er gerð beint úr latinu, en
ekki eftir þýzkri né danskri þýðingu, sem sumpart víkur frá
frumsálminum (hin þýzka, »Der Tag der ist so freudenreich«),
sumpart er annars eðlis og eftir frumsálminum í lengstu
mynd (hin danska í sb. HTh. bl. 9, »Den signede Dag er os
betedc).*) Þýðingin er lítið snilldarverk og mælti þess vegna
vera kynjuð frá Ólafi byskupi Hjaltasyni og þá þýdd úr ka-
þólsku breviarium (Breviarium Holense). Sálmurinn er 4 er-
indi, og er upphafserindið svo:
Hátið hæst er lialdin sú Dies est lætitiæ
himnakongs tilkoma,
af meyjarlifi lausnarinn cú
lét sér fæðing sóma.
Dásamlegr er sveinninn sá,
sæmdum prýddur mest sem má
i manndómlegum hætti.
Allt er honum ónýtt hjá;
engum vinnst að segja frá
hans guðdóms-dýrðarmætli.
in ortu regali,
nam processit hodie
de ventre virginali:
Puer admirabilis,
totus delectabilis,
in humanitate,
qui inæstimabilis
est et ineffabilis
in divinitate.
1) Wackernagel bls. 261; Tucher I. bls. 22—3.
2) Daniel I. bls. 330 -1; Wackernagel bls. 30—1; Tucher I. bls. 15—16;
Skaar I. bls. 362 o. s. frv.