Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Síða 69
69
1 sb. 1589 er lagboði: »Með sínu lagi«, þótt hvorki sé lag
við i sb. né gr. Gæti þelta þókt styrkja það, að þýðingin sé
ólafs byskups og hafi þá staðið með lagi í söngbók hans, enda
* er þessi lagboði þegar felldur niður í gr. 1607 og sb. 1619 og
sett í staðinn: »1 dag eitt blessað barnið er«, og var svo síðan.
14. Móðir guðs og meyjan skœr.
Sb. 1589, bl. viij; sb. 1619, bl. 8; sb. 1671, bl. 7; sb. JÁ. 1742, bls.
17—18; sb. 1746, bls. 17—18; sb. 1751, bls. 17-18; gr. 1607 (i viðauka,
um jólatimann) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er í sb. 1619,
gr. 1607 og öllum gr. síðan.
1 sb. 1589 og 1619 og gr. 1607—1723 er fyrirsögn: »Virgo dei
genetrix«, og er það bersýnilega upphat á lalínsku Mariu-
lofkvæði, sem þetla er þýðing af. Þessi hymni virðist ekki
vera til sérstakur í útlendum kaþólskum söngbókum1). En
í Breviarium Nidrosiense er hann (útg. í París 1519, sjá þar
bl. Ciij' ) 3 erindi -j- 1 lofgerðarvers, og er sálmurinn hér
jafnmörg erindi og nákvæm þýðing, þólt ekkert afbragð sé
hún. Hefir hymninn þá vafalaust verið í Breviarium Holense,
og mætti þýðingin þá vera eftir Ólaf byskup Hjaltason, enda
ekki óþessleg. Á þetta mætti þykja benda, að í sb. 1589 er
lagboði: »Með sinu Iagi«, en ekkert lag selt þar, svo að ætla
f> má, að það hafi verið í söngbók Ólafs byskups og síðan
tekið þaðan í gr. 1607 og sb. 1619. Upphafserindið er sett
með laginu (nr. 7). En upphafserindi hymnans á latinu er
svo í Breviarium Nidrosiense:
Virgo dei genitrix, quem totus non capit orbis,
in tua se clausit viscera factus homo.
15. Ó, mildi Jesú, sem manndóm ióksi.
Sb. 1589, bl. viij; sb. 1619, bl. 8—9; gr. 1594 (messuupphat á 1. sd.
eftir þrettánda) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lag er i sb. 1589 og
1619 og annað lag í gr.
Sálmurinn er 6 erindi í sb. 1589, en í sb. 1619, öllum gr.
og s-msb. 1742 er hann 5 erindi; hafa þau tekið mildum
breylingum hjá Guðbrandi byskupi og skjótt, þvi að ekki
líða nema 5 ár milli sb. 1589 og fyrsla gr. Með laginu (nr.
8 a) er sýnt upphafserindið eftir gr., sb. 1619 og s-msb. 1742,
en í sb. 1589 var það svo:
Ó, mildi Jesú, sem manndóm tókst Rétt hjarlans elska þig þar til dró;
í Maríu meyjar kviði, því höfum vér allir gleði og ró,
heillir þeim og hjálpræði jókst, svo úti er allur kvíði.
hverjir sem á þig tryði.
1) Finnst ekki með þessu upphafl i Daniel, Mone né Baumker.
9