Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Síða 71
71
Mortensöns 1528. Þetta sést greinilega á tveim hinum síðustu
erindum sálmsins.1)
í laginu er gert lítils háttar afbrigði (við Kyrieleison) í gr.
1691, sem heldst í öllum gr. síðan. Það var í þýzkum sb. á
16. öld og í sb. HTh. (bl. 20).2) Lagið heldst enn í íslenzk-
um kirkjusöng, með litlum afbrigðum.
17. Jesús guðsson eingetinn.
Sb. 1589, bl. ix; sb. 1619, bl. 9; gr. 1594 (messuupphaf á 1. sd. í jóla-
föstu) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er í gr. 1594 og öllum
gr. síðan og í sb. 1619.
Sálmur þessi, sem er 5 erindi, er frumkveðinn á þýzku,
»Herr Christ, der einig Gottes Sohn«, af Elízabetu Creufziger
eða Cruciger, samtímiskonu Lúthers (d. 1558), en áhrifa
nokkurra kennir þó frá Prudentius, »Corde natus ex paren-
tis«. Hefir hinum islenzku þýðöndum ekki tekizt alls kostar
vel. Marteinn byskup Einarsson hafði þýtt sálm þenna (20.
sálmur í kveri hans), að þvi er virðist úr dönsku. Þó virðist
þ5rðandinn hér lítt hafa haft hliðsjón af þeirri þýðingu, held-
ur breytt, og þó laklega, eldri þýðingu og þá ólafs byskups
Hjaltasonar; á þetta bendir fyrirsögn sú, sem er í sb : »Herra
Christ guðs föður«, sem þó gæti verið laus þýðing upphafs
hinnar dönsku sálmaþýðingar, »Herr Christ, Gud Faders en-
baarne Sön«; annars virðist þ5rðandinn hafa farið beint
eftir þ^'zka frumsálminum.3) Annað, er styður það, er hér
segir um þýðandann, eru þær miklu breytingar, sem verða
á þýðingunni á dögum Guðbrands byskups, fyrst í gr. 1594,
er héldust síðan i öllum gr. og í s-msb. 1742, en að auki enn
aðrar i sb. 1619. Það myndi taka of mikið rúm hér að gera
grein fyrir þeim, en upphafserindið er sýnt með laginu (nr. 10).
Lagið var með sálminum í þýzkum sb. á 16. öld og síðar
og í sb. HTh. (bl. 28).4)
18 Jöm/rú María ólélt var.
Sb. 1589, bl. ix-x; sb. 1619, bl. 9-10; sb. 1671, bl. 7-8; sb. JÁ. 1742,
bls. 18—20; sb. 1746, bls. 18-20; sb. 1751, bls. 18—20; gr. 1607 (i við-
auka) og allir gr. sióan; s msb. 1742.
Sálmurinn er 10 erindi og honum haldið óbreyttum, nema
hvað í 5. er. í sb. 1619 »heimsins makt« er gert að »heims
1) Wackernagel bls. 135; Tucher I. bls. 20; Nutzhorn I. bls. 118—20.
2) Zahn I. bls. 522; Nutzhorn I. bls. 121.
3) Koch I. bls. 281; Fischer II. bls. 433; Wackernagel bls. 166; Bruun
I. bls. 28—9; Skaar I. bls. 281 o. s. frv.; Nutzhorn I. bls. 105 o. s. frv.
4) Zalin 111. bls, 27; Nulzhorn I. bls. 106.