Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Síða 72
72
hoíirakt«, og var því siðan haldið. í sb. 1589, 1619 og 1671
er fyrirsögnin »Um fæðing Christi«. Sálmurinn er frumkveð-
inn d þýzku af Michael Weisse, »Weil Maria schwanger ginga,1)
og þýddur beint þaðan, enda verður ekki vart þýðinga á
dönsku í sb. Dana. Upphafserindin eru svo:
Jómfrú María ólétt var Weil Maria schwanger ging
á Ágústus tíma. zu Augustus Zeiten,
Heitin guðs og helgar spár sich die Prophezei erging,
hlutu fram að koma. niemand durfte streiten.
Af keisaranum út gekk boð, Ward vom Kaiser aufgesatzt,
um allan heiminn skyldi pjóð dass die ganze Welt geschátzt
sig skatlskrifa láta. ihm nun war’ verbunden.
Hver mann fór, að halda pað, Da ging jedermann zum Ort
heim á sinn fæðingarstað, und zur Stadt seiner Geburt
hlýðni honum að játa. ward gehorchsam funden.
Þýðingin er ekki neitt afbragð að neinu leyti, enda ná-
kvæmlega þræddur frumsálmurinn, sumstaðar um of; þó er
óvenjulegt líf og lipurð i sumum erindanna. Síðasta erindinu,
»Ó, vor herra Jesú Krist«, auðnaðist að lifa lengur en hin-
um, þótt engu sé það betur gert. Magnús Stephensen tók það
upp i Leirárgarðasálmabókina 1801, og hélzt það siðan í út-
gáfum hennar (nr. 68), hin síðasta 1866.
í sb. 1589 er lagboðinn: »Dies est lætitiæ« og i gr. öllum
er sami lagboði (á íslenzku): »Hátíð hæst er haldin sú«; í
hinum sb. og s-msb. 1742: »í dag eitt blessað barnið er«.
19.—20. Resonet in laudibus (Syngi guði sœla dgrð).
Sb. 1589, bl. x—xj; sb. 1619, bl. 11—12; gr. 1594 (messuupphaf á annan
i jólurn) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er i báðum sb. og
öllum gr.
Sálmurinn er 4 erindi. í báðum sb. er og prentaður hinn
latínski hymni, en honum er sleppt í gr. og s-msb. 1742.
Upphafserindið má sjá undir laginu (nr. 11).
Sálmur þessi er latínskur lofsöngur frá 14. öld og er upp-
hallega 5 erindi,2) og er hvert erindi 3 ljóðlínur, en með
öllum erindum eins og viðkvæði haft: »Apparuit quem ge-
nuit Maria« o. s. frv., og eins er í hinni íslenzku þýðingu.
Guðbrandur byskup hefir fellt niður 3. erindi hymnans, eins
og gert er í gr. NJesþ. og sb. HTh., enda að eins hin er-
indin þýdd á islenzku. Á hinn bóginn hefir þýðandinn ekki
litið við hinni dönsku þýðingu eða stælingu, sem er í hin-
um sömu dönsku bókum (9 erindi), og ekki heldur þýðingu
1) Koch I. bls. 257; Wackernagel bls. 259—61.
2) Daniel I. bls. 327—8; Wackernagel bls. 27; Tucher I. bls. 17—18.