Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 73
73
Marteins byskups Einarssonar þar af (17. sálmur í kveri
hans), og er hún þó að engu lakari og sumstaðar hátíðlegri.
Þess má geta, að sálmurinn reis upp aftur 1861 og 1863
(»Nýr viðbætir«, bls. 50—1), en hvarf eftir það úr islenzk-
um hókum.
Lagið var í þýzkum sb. á 16. öld og síðar,1) í sb. HTh.
(bl. 12 o. s. frv.) og i gr. NJesp. (bls. 59). Jónas Jónsson hefir
fært lagið í nútiðarbúning með fylgiröddum og gefið út (Jóla-
harpa, 1909, bls. 4—5).
21. EnglasveiL koni a/ himnum há.
Sb. 1589, bl. xj—xij; sb. 1619, bl. 12; sb. 1671, bl. 8—9; sb. JÁ. 1742,
bls. 20—1; sb. 1746, bls. 20—1; sb. 1751, bls. 20—1. — Lagið er að cins
í sb. 1589.
Sálmurinn er 6 erindi. Upphafserindið er undir laginu
(nr. 12).
Fyrirsögn i öllum sb. er: »Einn barnalofsöngur um það
blezaða barnið Jesúm og englanna boðskap til fjárhirðaranna,
Luc. ij, D. Mart. Luth.« Sálmurinn er réttilega eignaður
Lúther, »Vom Himmel kam der Engel Schar«,2 3) og er þýð-
ingin beint þaðan, heldur i liðlegra lagi. Dönsk þýðing, »Fra
Himmelen kom den Engle Skar«, er í sb. HTh. Talið er, að
þenna sálm hafi Lúther síðast kveðið, enda kemur fyrsl
fram í sb. þeirri, er við Klug er kennd (Wittenberg 1543).
Sálmurinn er sama efnis sem annar sálmur Lúthers, »Vom
Himmel hoch da kam ich her«, þ. e. »Ofan af himnum hér
kom eg« (sjá síðar).
Sérstakt lag er í sb. 1589, en sb. 1619 felldi það burt og
setti lagboða: »Skaparinn stjarna [herra hreinnj«, enda er
lagið í sb. 1589 í rauninni aíbrigði frá þvi.
22.-23. Puer nalus in Belhlehem (Borinn er sveinn í Bethlehem).
Sb. 1589, bl. xij— xiij; sb. 1619, bl. 12—13; gr. 1594 (eftir blessun á
jóladag) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er i sb. og gr. og sér-
stakt lag við frumhymnann í gr. 1691—1711.
Sálmurinn er lofsöngur um fæðing Krists eftir ókunnan
höfund, talinn sjást fyrst i messubókum á 14. öld.8) íslenzka
þýðingin er mjög nákvæm. Hinn latínski hymni er prentað-
ur samhliða islenzku þýðingunni í sb. 1589, gr. 1691—1711.
Sálmurinn er 10 erindi, og héldust þau óbreytt, nema 3. og
1) Zahn V. bls. 252.
2) Koch I. bls. 242; Wackernagel bls. 150; Tuchcr I. bls. 21—2.
3) Koch I. bls. 141; Wackernagcl bls 36.