Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Síða 75
75
henni fylgt síðan. Upphafserindi gr. 1594 sést undir laginu
(nr. 16).
Fyrirsögn (alstaðar nema í gr., s-msb. 1742 og Hgrb.) er:
»Eitt litið barn svo gleðilegt«. Getur hún annað tveggja bent
til upphafsorða frumsálmsins eða eldri þýðingar, er svo hafi
hafizt, og þá Ólafs byskups Hjaltasonar, þó að ekki virðist
mikil alúð hafa verið lögð við lagfæringuna. Þýðingin er ber-
sýnilega gerð eftir danskri þýðingu, »Et lidet Barn saa lyste-
ligt«, sem snemma komst inn í sb. Dana, en annars er sálm-
urinn frumorktur á þj^zku af ókunnum höfundi, »Ein Kinde-
lein so löbelich®.1) Guðbrandur byskup hefir ekki hirt um
það að taka hér upp þýðing Marteins byskups Einarssonar
(»Fagurlegt barn með fremd og Iist«, 15. sálmur í kveri hans),
og er hún þó víða snjallari og skáldlegri en Hólaþýð-
ingin. Til marks um það er hér sett síðasta erindi beggja
(Marteins fyrst, sb. 1589 siðar):
Pjóð öll kristin þakki nú
þessi nógleg gæði,
svo hans mikla mildi sú
með oss altíð stæði.
Fúlan vana og falslærdóm,
fyrirlát oss þann vonda róm,
sem vér höfum vaflzt í lengi.
Guð faðir og son, guð helgi and,
gefi oss nú i þetta land
frið og frjólegt gengi.
Öll kristni honum þakka þú
þessa mestu mildi,
og miskunn hans áköllum nú,
að oss vernda vildi
við falslærdóm og fölskum sið,
sem fylgdum vér um langa tíð,
það vilji oss tilgefa
guð faðir, son og andi hreinn,
af hug biðjum þig hver og einn:
Lét oss í friði lifa.
Lagið er í sb. HTh. við sama sálm, og í gr. NJesp. (þar er
að eins 1. er., eins og í íslenzku gr.) er vísað til sama lags
við annan sálm aftar. Lagið er og í eldri þýzkum sb. á 16.
öld.2) Það er í ASæm. Leiðarv., bls. 43, og PG. 1861, bls. 54.
26. In dulci jubilo.
Sb. 1589, bl. xiiij; sb. 1619, bl. 14; gr. 1607 og 1623 (i viðauka), gr.
1691 og allir gr. síðan. — Lagið var i sb. og gr. 1691 og öllum gr. síðan.
Sálmurinn er 4 erindi. Upphafserindi sést undir laginu (nr. 17).
Sálmur þessi hefir orðið til á Þýzkalandi, ekki siðar en á
14. öld, í sömu mynd, svo að blandað er saman latínu og
þýzku.3) Með sama hætti er hann í sb. HTh. á latínu og
dönsku.
1) Wackernagel bls. 564—5; Skaar I. bls. 362; Nutzhorn I. bls. 184
o. s. frv.
2) Zahn IV. bls. 589.
3) Hoffm. v. Fallersleben: In dulci jubilo, Hannover, 1861, bls. 46
o. s. frv.; Koch I. bls. 198; Skaar I. bls. 400 o. s. frv.