Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Síða 76
76
Sama lag sem í sb. og gr. var og í hinum elztu þýzku
sb.1) og i sb. HTh. Það er tekið upp i PG. 1861, bls. 128.
27. Öll kristnin glöð nú gef.
Sálm þenna (sb. 1589, bl. xiiij—xv), sem er 7 erindi, hefir
Guðbrandur byskup ekki tekið upp i sb. 1619 né gr., og
hefir honum eftir því þókt hann mega missa sig, enda einn
hinna aumustu að öllu leyti og sver sig mjög í ætt til Ólafs
byskups Hjaltasonar. Virðist þýðingin gerð beint eftir frum-
sálminum, sem er þýzkur og eftir Jóhann Horn (eða Roh),
forstöðumann Bæheimsbræðra (d. 1547), »Lob Gott, du
Christenheitcc, enda kemur ekki dönsk þýðing fram fyrr en
eftir daga ólafs byskups, í sb. HTh.2 3 *) Upphafserindið er skást:
Öll kristnin glöð nú gef
guði sætlegt lof.
Andar óskin kæra
oss fæddist í heim,
skín sem sólin skæra
á skuggatímum þeim.
í sætu orði sin
sannur guð nú skín.
Lob Gott, du Christenheit,
dank’ ihm mit grosser Freud’:
Unsers Herzen Wonne
ist uns geboren heut’
und leuchtet wie die Sonne
in dieser dunkeln Zeit.
Durch sein werdes Wort
scheint unser höchster Hort.
Lagboðinn er: »Með sama lag«, þ. e. sem næsti sálmur á
undan.
28. Nglt sveinbarn eilt oss fœddist nú.
Sb. 1589, bi. xv; sb. 1619, bl. 14; sb. 1671, bl. 9-10; sb. JÁ. 1742, bls.
22—3; sb. 1746, bls. 22-3; sb. 1751, bls. 22—3.
Sálmurinn er 13 erindi; 4. er. er lagfært í sb. 1619, og
hélzt svo síðan. Frumkveðinn er hann á þýzku af ókunnum
höfundi, »Uns ist geborn ein Kindelein«.8) þýðingin er nákvæm,
þótt lítil prýði sé að henni, og er hún ekki óþessleg að vera
ættuð frá Ólafi byskupi Hjaltasyni. Siðasta erindi frumsálms-
ins er fellt burt í þýðingunni. Upphafserindin eru svo:
Nýtt sveinbarn citt oss | : fæddist nú: | Uns ist geborn ein Kindelein
af Maria, hreinni jómfrú. Ilalelúja. von Maria, der Jungfrau rein.
Lagboðinn er: »Borinn er sveinn í Bethlehem«.
Hér fer á eftir sequentia og responsorium. Sekvenzian er
prentuð bæði á latinu (í sb. og gr. 1594—1711) og islenzku,
»Grates nunc omnes«, »Nú viljum vér allir þakka guði«
(sb. 1589, bl. xv—xvj; sb. 1619, bl. 15; gr. 1594 og allir gr. síðan;
1) Zahn III. bls. 244.
2) Koch I. bls. 257; II. 115 o. s. frv.; Wackernagel bls. 312—13;
Brandt & Hehveg I. bls. 105—6.
3) Wackernagel, bls. 581; sbr. sami: Bibliographie, bls. 256- Tucher
I. bls. 25.