Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Qupperneq 80
80
Sálmurinn er barnasöngur á nýársdag, 6 erindi. Nýársdagur
var fyrrum kallaður átli dagur (þ. e. jóla), eins og sést i
3. Ijóðlínu 1. erindis. Ekki hefir Guðbrandur byskup þó þá
fyrirsögn, heldur »umskurðarhátíð Jesu Christk (sb. 1589),
»umskurðarhátíð eða nýársdag« (sb. 1619), en »nýársdag« i
gr. 1607. Af þessu er að ráða, að nafnið »nýársdagur« hafi
um þessar mundir rutt sér til rúms og byggt út hinu forna
nafni. Sálmurinn er frumkveðinn af Michael Weisse, »0
Christe [eða: Herr Christe], unsre Seligkeitw.1) Þýðingin er
beint eftir frumsálminum, ekki óliðleg, en gölluð um loka-
rim. Upphafserindin eru svo:
Jesú, vor endurlausnari 0 Christe, unsre Seligkeit,
cftir Móýsis lögmáli, der du in deiner Kindheit
á átta-degi umskorinn, am achten Tag bist beschnittcn
frá þvi þú vart í heim borinn. nach judischen [eða: mosaischen] Silten.
Lagboðinn er alstaðar: »Ofan af himnum hér kom eg«.
35. Sá frjáls við lögmál fœddur er.
Sb. 1589, bl. xxj—xxij; sb. 1619, bl. 20—1; gr. 1594 (eftir blessun á sd.
milli jóla og átta-dags) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er í
sb. og gr.
Sálmurinn er 8 erindi (lítilvæg orðabreyting er i gr. 1607
i 2. og 8. er. og hélzt síðan), kallaður í sb. »sálmur af
umskurn Christi« og eignaður þar Jóhann[es]i Zwick (d.
1542), og er það rétt. Þýðingin er gerð beint eftir frumsálm-
inum, »Der von dem Gesetz gefreiet war«,2 3) enda verður
ekki vart eldri þýðingar á dönsku. Þýðingin er ekki óliðleg,
en gölluð um rím. Upphafserindið er undir laginu (nr. 19).
Sálmurinn var ekki tekinn upp i sb. 1801—66, en er með
breytingum í »Nýr viðbætir 1861 og 1863« og í sb. 1871—84.
Lagið hefir aftur reynzt ósigranda, enda mjög fagurt; það
var í þýzkum sb. á 16. öld og síðar8) og heldst enn i dag í
islenzkum messusöng.
36. Guð láti söng vorn gcinga nú.
Sb. 1589, bl. xxij—xxiij; sb. 1619, bl. 21—2; sb. 1671, bl. 11—15; sb.
JÁ. 1742, bls. 32-4; sb. 1746, bls. 32-4; sb. 1751, bls. 32-4; gr. 1607
(í viðauka) og allir gr. siðan; s-msb. 1742.
Sálmurinn er 21 erindi og fyrirsögn í öllum sb. »Andlegur
lofsöngur á nýársdag, að biðja guð og óska góðs öllum stétt-
um«. Sálmurinn er i rauninni góð mynd af þjóðfélagsskipan
1) Wackernagel III. bls. 246 —7.; sbr. Koch II. bls, 125; Zahn I. bls. 115.
2) Koch II. bls. 16 o. s. frv., 76 o. s. frv.; Wackernagel bls. 458; Tucher
I. bls. 37.
3) Zahn I. bls. 65.