Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Síða 84
84
43. Héðan í burt með jriði eg fer.
Sb. 1589, bl. xxvj—xxvij; sb. 1619, bl, 25; gr. 1594 (á kyndilraessu)
og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er í öllum úfg. (sbr. aths. við
síðasta, 42. sálm).
Sálmurinn er 4 erindi, frumorktur af Lúther, »Mit Fried
und Freud’ ich fahr’ dahin®.1 2) Þýðingin er beint eftir frum-
sálminum, ekki mjög óliðleg, en gölluð um lokarim. Betri
og skáldlegri er þýðing Marteins b^'skups, »Með frvgð og
gleði eg fer nú burt« (33. sálmur í kveri hans), þótt Guð-
brandur byskup hafi ekki tekið hana upp eða látið hagnýta
hana á nokkurn hátt. Sálminum var lítið eitt vikið við í gr.
1594 (í 1. og 2. er., auk orðabreytingar í 3. er.); héldust þær
siðan. Upphafserindið (sem einnig er í Molleri Manuale, Hól.
1611) er svo:
Héðan í burt með friði eg fer,
feginn og glaður í guði;
huggað nú vel mitt hjarlað er
og horfinn allur kviði.
[Svo sem guð hefir áður heitið mér,a)
livíldarsvefn minn er dauði.
Mit Fried und Freud ich fahr dahin
in Gottes Wille,
getrost ist mir mein Herz und Sinn,
sanft und stille.
Wie Golt mir verheissen hat:
Der Tod ist mein Schlaf worden.
44. Allir kristnir gleðjisl nú menn.
Sb. 1589, bl. xxvij; sb. 1619, bl. 26—7. — Lagið er i báðum sb.
Sálmurinn er 8 erindi, og er upphafserindið undir laginu
(nr. 22). Þetta er þýðing á dönskum sálmi, »Alle kristne fry-
de sig nu«, sem er í sb. Dana 1533 og siðan.3)
Lagið er og fyrsl í sb. HTb. og gr. NJesp., samhljóða því
sem er í sb. 1589; i sb. 1619 er hljóðfallið lagað eftir kveðandi, og
er lagið sýnt í þeirri mynd hér. í gr. 1594 stendur önnur snjall-
ari þýðing undir sama lagi, »Með hjarla og tungu hver mann
syngi«, og er laginu þar einnig af sömu ástæðu vikið lítið
eitt við; sú þýðing byggði þessari út og bélzt í öllum gr.
síðan með lagi og i s-msb. 1742 (laglaus).
45. / Paradís þá Adam var.
Sb. 1589, bl. xxvij—xxix; sb. 1619, bl. 27—8; sb. 1671, bl. 18—20;
gr. 1607 og 1623 (í viðauka).
Fyrirsögn er: »Á Maríu messu conceptionis«. Sálmurinn er
eftir Michael Weisse, »Als Adam im Paradies«,4) og er 17
erindi (13.—14. er. frumsálmsins dregið saman í eitt). Þýð-
ingin er furðu-liðug, en gölluð mjög um rím og áherzlur og
1) Wackernagel bls. 142; Tucher I. bls. 192.
2) Gr. 1594 og síðari útg.: »Svo sem guð sjálfur fyrirliét mér«.
3) Bruun I. bls. 191; II. bls. 73; Brandt & Helweg I. bls. 155; Nutz-
horn I. bls. 285.
4) Wackernagel III. bls.234—5; Koch II. bls. 129; sbr.Zahn IV. bls. 590.