Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Qupperneq 86
86
gimsteinum hins forna kaþólska kveðskapar. Upphafserindið
er undir laginu (nr. 24).
Lagið er í þýzkum sb. á 16. öld við þenna sálm.1)
48. Skaparinn Christe, kongur vor.
Sb. 1589, bl. xxxj; sb. 1619, bl. 30; gr. 1607 (í viðauka) og allir gr.
siðan; s-msb. 1742.
Sálmurinn er 6 erindi, frumorktur af Gregoríusi páfa I.,
hinum mikla umbótamanni í kirkjusöng (f. 540, d. 604),
»Rex Christe, factor omnium«.2 3) Þýðingin er bein og ná-
kvæm, en þó í liðlegra og gallaminnsta lagi. Upphafserindin
eru svo:
Skaparinn Christe, kongur vor,
kvittun trúaðra náðarstór;
auðmjúkar bænir þóknast þér.
Pig einn lofum og dýrkum vér.
Rex Christe, factor omnium,
redemptor et credenlium,
placare votis supplicum,
te laudibus colentium.
Lagboði er í sb. 1589 og gr. 1607—1723: »Christe, redemp-
tor omnium«, í sb. 1619: »Skaparinn stjarna« og í gr. 1730
og síðari gr. og í s-msb. 1742: »Með hymnalagi«.
49. Hœsta hjálprœðis fögnuði.
Sb. 1589, bl. xxxj— xxxij; sb. 1619, bl. 31; gr. 1607 (í viðauka) og allir
gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er í sb. 1619; gr. 1607—79.
Sálmurinn, 8 erindi, er þýðing á latínskum hymna, »Mag-
no salutis gaudio«, sem eignaður er Gregoriusi I.") Pýðingin
er bein, þótt ekki séu þýdd öll erindin, eins og hymninn
finnst í lengstu mynd; er og liklegt, að farið sé eftir íslenzku
(norrænu) breviarium og lagið tekið þaðan (t. d. Breviarium
Holense Jóns byskups Arasonar), enda stendur í sb. 1589,
að sálmurinn »plagast að syngja á pálmasunnudag«, og hafi
erindin þar ekki fleiri verið, enda sé þýðingin Ólafs byskups
Hjaltasonar, þó að ekki sé með þeim allökustu, og lagið úr
söngbók hans. Upphafserindið er undir laginu (nr. 25).
1 sb. 1589 er lagboði: »Rex Christe [factor omnium]«, þ. e.
sem 48. sálmur. En lagið í sb. 1619 og gr. 1607—79 er tekið
upp hér. í gr. 1691 og síðan og s-msb. 1742 er lagið fellt
niður, en lagboði þar: »Þá Jesús til Jerúsalem«.
50. Lausnarinn, kongur Christe.
Sb. 1589, bl. xxxij; sb. 1619, bl. 31—2; gr. 1607 (í viðauka) og allir
gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er í sb. og gr.
Sálmurinn, 6 erindi, er þýðing hymna, »Gloria, laus et
1) Sbr. Zahn I. bls. 86-7.
2) Koch I. bls. 73; Wackernagel bls. 9—10.
3) Daniel I. bls. 179-80; Koch I. bls. 73.