Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Page 87
87
honor«, eftir Theodulphus byskup í Orleans (á 9. öld), þótt
bréytt sé um brag.1) Þýðingin er heldur léleg, og er upphafs-
erindið undir laginu (nr. 26), sem ekki verður fundið í út-
lendum bókum. Bendir þetta o. fl. á það, að það sé tekið
úr söngbók Ólafs byskups Hjaltasonar og að þýðingin sé
eftir hann.
51. Pá Jesús til Jerúsalem.
Sb. 1589, bl. xxxij—xxxiij; sb. 1619, bl. 32; gr. 1594 (eftir blessun á
pálmasunnudag) og allir gr. síðan; s-msb. 1742.
Sálmurinn, 7 erindi, er þýðing á þýzkum sálmi, »Als Chri-
slus gen Jerusalem«, er fyrst kom út í sálmakveri Páls bysk-
ups Speratus eða Spretters (d. 1551), jafnaldra og samverka-
manns Lúthers, einkum um sálmaverk, en ekki er talið víst,
að sálmurinn sé eftir hann.2) íslenzka þýðingin er gerð beint
eftir írumsálminum, heldur i lélegra lagi að öllu leyti. Upp-
hafserindið er undir laginu (nr. 27).
1 sb. 1589 er lagboði: »Magno salutis gaudio«, í gr. 1594—
1679, sb. 1619 og s-msb. 1742: »Halt oss, guð, við þitt hreina
orð«; sama er og í gr. 1691 og öllum gr. síðan, en þó er þar
og einnig í s-msb. 1742 sett með lag það, sem hér er tekið
upp, og er það í rauninni sama lag sem við 49. sálm (lag
nr. 25), en sýnt hér vegna afbrigða, sem þó eru vart teljandi.
52. Jesús Kristur á krossi var.
Sb. 1589, bl. xxxiij; sb. 1619, bl. 32—3; gr. 1594 (eftir predikun á föstu-
daginn langa) og allir gr. siðan; s-msb. 1742. — Lag er í sb. 1619 og
öllum gr.
í báðum sb. er fyrirsögn: »Jesús á sínum krossi stóð«;
virðist af þvi mega ráða það, að hér sé um eldra sálm að
ræða, er lagfærður hafi verið. Ekki getur það verið sálmur
Gísla byskups Jónssonar (hinn 16. i kveri hans); bæði hefst
hann öðru vísi, »Jesús upp á krossinn stóð«, og er þýðing á
danskri þ^'ðingu sálmsins, sem eykur við þrem erindum, er
Gisli byskup tók með, en hér eru ekki. Er þá vart um annað
að ræða en að sálmurinn hafi verið tekinn úr söngbók Ólafs
byskups Hjaltasonar og hafi byrjað þar svo, en Guðbrandur
byskup lagfært hann eða lagfæra látið. Heldur hefir þó sú
lagfæring náð skammt, og er þessi þýðing að öllu hin mesta
ómynd, og hefir þó Guðbrandur byskup klastrað við haún,
eftir að hann prentaði hann fyrst, þótt ekki kæmi til greina
siðar. T. d. má taka síðasta (9.) er., sem jafnframt göll-
1) Koch I. bls. 83; Wackernagel bls. 16.
2) Koch I. bls. 86.