Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Page 92
92
að Krislur fyrir oss fórnast skal wie Jesus Christus leiden wiird’
og frelsa oss með sinni kvöl. und auf sich laden unser Burd.
1 sb. 1589 er lagboði: »Yexilla regis«, en í sb. 1619: »Dag-
ur og ljós«.
61. Ó, guð, vor Jaðir eúifi.
Sb. 1589, bl. xliiij—xlvj; sb. 1619, bl. 42—4; sb. 1671, bl. 24—6.
Sálmurinn, 22 erindi, hélzt óbreyttur, með óverulegri orða-
breytingu i 7. er. t sb. 1619. Er þetta þýðing, erindi til er-
indis, á þýzkum sálmi, »0 Gott Vater in Ewigkeit«, eftir
ókunnan höfund,1) ein hinna betri, þó að ekki yrði langlíf;
má ætla, að Passiusálmar sira Hallgrims, er teknir voru upp
i sb., haft byggt sálminum út, með því að efnið er sama.
Upphaf er svo:
Ó, guð, vor faðir eilífi, O Gott Vater in Ewigkeit,
andi pinn jafnan hjá oss sé; dein heiligen Geist gieb uns allzeit,
kröftuglega oss kenni, það dass er uns lehre kraftiglich
kynnum minnast á hverjum stað im Herzen betrachten stetiglich
píns sonar Jesú kvöl á kross, das Leiden Christi deines Sohns,
að kveiki ávöxt sinn í oss. dass es fruchtbar sei stets in uns.
Lagboði er: »Faðir vor, sem á himnum ert«.
62. Pann heilaga2 3) kross vor herra bar.
Sb, 1589, bl. xlvj; sb. 1619, bl. 44; gr. 1594 (eftir blessun á föstudag-
inn Ianga) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er í sb. 1619 og
öllum gr.
Sálmurinn er 5 erindi, og haldast þau óbreytt; að eins
tvær óverulegar orðabreytingar koma fram i gr. 1593, vegna
lagsins, og héldust þær. Upphafserindið er undir laginu
(nr. 32).
Sálmurinn, »Det hellige Kors vor Herre selv bar«, er eftir
danskan mann, Martein prest Hegelund i Álaborg, einn
þeirra, er fyrst snerust til kenninga Lúthers. Er sálmurinn
einn hinna fáu, sem Danir sjálfir telja aldanskan, og er þó
orktur upp úr gömlum kaþólskum lofsöng.8) Fenna sama
sálm hafði i öndverðu þýtt Gísli byskup Jónsson, »Sinn heil-
aga kross vor herra bar« (15. sálmur í kveri hans). Fyrir-
sögn i sb. 1589 og 1619 er samt sem áður: »Þann heilaga
kross«, og gæti hún þókt benda til annarrar þýðingar, er
kunnug hafi verið áður og þá verið í söngbók ölafs byskups
Hjaltasonar. Þó er að öðru leyti svipur með báðum þýðing-
unum, eins og eðlilegt er. Hefir Guðbrandur byskup lítinn
1) Wackernagel IV. bls. 189—90; Fischer II. bls. 155.
2) Sb. 1589: »helga«, en breytt í gr. 1594 í samræmi við lagið.
3) Nulzhorn I. bls. 316 o. s. frv.