Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Síða 93
93
gaum gefið að lagfæringu sálmsins, svo að hann er einn
hinna aumustu í sb. hans, þótt svo langlífur yrði, að héldist
svo lengi sem gr. voru notaðir á landi hér (frarn á 19. öld).
Og síðasta erindinu, »Einum guði sé æra og dýrð«, auðnað-
ist enn lengra líf og var i sb. 1801 — 66 (nr. 49, sbr. og ASæm.
Leiðarv., bls. 69, PG. 1861, bls. 112—13), með þeirri einni
breytingu í upphaíi, að »einum« er sett fyrir »einasta«, en
hinum göllunum haldið, eins og að ríma saman ,dýrð‘ og
,jörð‘, ,saman‘ og ,amen‘. Pað er vant að meta, hvor þýðinga
þessara hraklegri er, Gisla byskups eða sú í sb. 1589, sem
líklega er Ólafs bvskups. Til sýnis er hér selt 2. er. i hvorri
(Gisla byskups fyrst) og á dönsku:
Sancla Maria móöir að Krist Að ‘) Christi móðir Maríá
og allir helgir hjá guði eru víst, og menn helgir eru guði hjá,
fyrir Christi skyld pað skeði alleinist, það er ei skeð fyrir aðra forþénan
en ei fyrir nokkrir þeir forþénist. en fyrir Christi dauða alleina.
Sancta Maria Moder at Krist
og alle Helgen hos Gud ere de nu vist,
for Christi Skyld skede det allenist
og ikke for nogen deris egen Fortjenist.
Lagið er i sb. HTh. (bl. 80) og gr. NJesp. (bls. 185).
63. Kristur reis upp frá dauðum.
Sb. 1589, bl. xlvj; sb. 1619, bl. 44; gr. 1594 (á páskum fyrir guðspjalls-
texla og eftir predikun) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er í sb. og gr.
Sálmurinn er 1 er. og er það undir laginu (nr. 33). í sb.
1589 er einnig prentað hið lalínska erindi, »Resurrexit Chri-
stus«, sem þetta á að vera þýðing á, þó að heldur minni það
á hina dönsku þýðing (sb. HTh., bl. 83). Latínska erindið er
fellt niður i sb. 1619, en latínsku orðunum þó haldið í fyrir-
sögn, eins og í sb. 1589. Ekki hefir Guðbrandur byskup tek-
ið upp þýðing Marteins byskups, en vel getur lagið með
þýðingunni hafa verið í söngbók ólafs byskups Iljaltasonar;
lítils háttar afbrugðið er það í sb. HTh. og gr. NJesp., enda
er það til í ýmsum myndum (sbr. ASæm. Leiðarv., bls. 51,
PG. 1861, bls. 72). Þó að erindið sé rimgallað, varð það þó
langlíft, og er í öllum sb. íslenzkum 1801—84.
64. Endurlausnari vor, Jesú Krist.
Sb. 1589, bl. xlvj—xlvij; sb. 1619, bl. 45; gr. 1594 (fyrir messuupphaf
á páskum) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið cr í sb. og gr.
Sálmurinn er 3 erindi og upphafserindið undir laginu (nr.
34); er þetta bein þýðing á sálmi Lúthers, »Jesus Christus,
unser Heiland«.1 2)
1) Petta orð er fellt niður í gr. 1594 og síðan.
2) Wackernagcl bls. 136.
12