Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 94
94
Lagið er i þýzkum sb. á 16. öld, þótt nokkurra aíbrigða
gæti þar,1) og hélzt í íslenzkum kirkjusöng löngu eftir að
grallarasöngur var lagður niður (sjá t. d. ASæm. Leiðarv.,
bls. 31, PG. 1861, bls. 28).
65. Guðsson í grimmu dauðans bönd.
Sb. 1589, bl. xlvij; sb. 1619, bl. 45—6; gr. 1594 (á annan í páskum)
og allir gr. síðan; s-msb. 1742 — Lagið er í sb. 1619 og gr.
Sálmurinn er í öndverðu, eins og í fyrirsögn sb. segir,
orktur af Lúther, »Christ lag in Todesbanden«, en var að
eins 7 erindi bjá honum, 8 í sb. 1589 og 10 í gr. 1594 og
öllum útgáfum siðar. Að öðru leyti er sálmurinn óbreyttur,
nema marlditil orðabreyting i 7. erindi. Pessi 3 erindi, sem
í hefir verið aukið, eru tekin eftir danskri þýðingu, »Christ
laa i Dödsens Baande«.2 3 4) í fyrirsögn í sb. er »Kristur lá i
dauðans böndum«, og gæti það þókt benda til eldri þýðingar
og þá frá ólafi byskupi Hjaltasyni, er hér hafi verið lagfærð,
og er þó þýðingin í betra tagi, óvenjulega gallalítil um rím.
Marteinn byskup Einarsson hafði áður þýtt þenna sálm (31.
sálmur í kveri hans), en ekki hefir sú þýxiing verið notuð
hér á nokkurn hátt, og er hún þó sumstaðar snjallari, t. d.
upphafið:
Kristur í dauðans kröppu bönd
kom fyrir vorar syndir.
Upphafserindið er undir laginu (nr. 35).
Lagið er með sálminum í þýzkum sb. á 16. öld8) og í sb.
HTh. bl. (91-2) og gr. NJesp. (bls. 205).
66. í dag oss Iíristur upp aftur reis.
Sb. 1589, bl. xlvij—xlviij; sb. 1619, bl. 46; sb. 1671, bl. 88; sb. JÁ.
1742, bls. 165-6; sb. 1746, bls. 165-6; sb. 1751, bls. 166; gr. 1649 og
1679 (gr. 1691 og allir gr. síðan og s-msb. 1742 brcytt upphafserindi.
— Lag er sérstakt i gr. 1691 og öllum gr. síðan).
Sálmurinn er 6 erindi; upphaf:
í dag oss Kristur upp aftur reis |: Allelúja : |
Oss er því öllum sælan vís |: Allelúja : |
í gr. 1691 og síðari gr. og s-msb. er 1. erindi breytt (sýnt
undir laginu, nr. 36), en hin 5 óbreytt. Petta er forn latínsk-
ur páskahymni, sem fylgir einnig i sb. 1589 og 1619 og gr.
1691, 1697 og 1711:
Surrexit Christus hodie. Alleluja.
Humano pro solamine. Alleluja.1)
1) Zahn I. bls. 532-3.
2) Wackcrnagel bls. 137; Nulzhorn I. bls. 132.
3) Zahn IV. bls. 257.
4) Sbr. Wackernagel bls. 32.