Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Page 97
97
72. Kristnin syngi nú sœtleiks lof.
Sb. 1589, bl. Ij; sb. 1619, bl. 49-50; sb. 1671, bl. 89-90; sb. JA. 1742,
bls. 169—70; sb. 1746, bls. 169-70; sb. 1751, bls. 170-1; gr. 1607 (i við-
*• auka) og allir gr. síðan; s-msb. 1742.
Fyrirsögn sálmsins er; »Ad cœnam agni«, og er það svo
að skilja, að þelta sé þýðing þessa gamla páskalofsöngs, »Ad
cœnam agni providi«, sem er eftir ókunnan höfund og kom-
inn inn i kirkjusönginn á 6. öld. Þó er þetta ekki bein þýð-
ing latinska hymnans, heldur þýzks sálms, »Nun lasst uns
Christum loben fein«, sem er eftir Erasmus Alberus og því
sem næst þýðing á hymnanum.1) Þýðingin er nákvæm, 7
erindi, en ekki snjöll, þótt ekki sé stórgölluð að rími. Upp-
haf er svo:
Kristnin syngi nú sælleiks lof, Nun Iasst uns Christum loben fein
syni guðs þakki lausnargjöf; und mit einander fröhlich sein;
óvin með sinum öllum her der Tyrann ist mit seinem Heer
í sjóinn rauða sökktur er. ersoflen in dem Roten Meer.
Lagboði er; »Með sama lag«, þ. e. sem 71. sálmur.
73. Jesús, endurlausnin vor.
Sb. 1589, bl. lj - lij; sb. 1619, bl. 50; sb. 1671, bl. 90; sb. JÁ. 1742, bls. 170;
sb. 1746, bls. 170; sb. 1751, b!s. 171; gr. 1607 (í viðauka) og allir gr.
siðan; s-msb. 1742. — Lagið er í sb. 1619, gr. 1607 og öllum gr. síðan.
Sálmurinn er 5 erindi og upphafserindið undir laginu (nr.
38). Fyrirsögnin er; »Jesu, nostra redemptio«, og eru þau
upphafsorð latínsks uppstigningarhymna frá 5. öld, eftir ó-
kunnan höfund. Virðist þýðingin gerð beint þaðan, en ekki
eftir lágþýzkum né dönskum þýðingum,2) þó að sálmurinn
sé hér páskasálmur. Þýðingin er nákvæm, erindi til erindis,
og ekki mjög léleg.
Lítils háltar afbrigði eru í laginu í sumum gr.; það er i
þj^zkum sb. á 16. öld kaþólskum3) og í sb. HTh. (við þýð-
inguna: »Jesu, som est vor Salighed«).
Hér fer á eftir þýðing, »Páska(órn vér helga höfum« (sb.
1589, bl. lij; sb. 1619, bl. 50—1; gr. 1594 og allir gr. síðan;
s-msb. 1742; lag er í sb. og gr.), á gamalli páskasekvenzíu,
»Victimæ paschali laudes«.4) Er hin islenzka þýðing viða ekki
óliðleg, þótt vart sé samboðin lignarlegum orðum frumse-
kvenzíunnar, en ólík mjög þýðingu Gisla byskups Jónssonar
1) Daniel I. bls. 88; Mone I. bls. 217; Wackernagel bls. 10 og 229—30.
2) Daniel I. bls. 63—4; Mone I. bls. 173; Koch I. bls. 52; Nutzhorn I.
- bls. 162.
3) Báumker I. bls. 560.
4) Wackernagel bls. 18.