Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Side 98
98
(aftan við 16. sálm i kveri hans), sem Guðbrandur byskup
hefir ekki viljað nota. Svo mikið.hefir Guðbrandur byskup
haft við þessa sekvenzíu, að hann lét einnig prenta latínska
textann með sömu nótum í gr. 1594; hélzt svo, síðast í gr.
1711. Eftir það var að eins íslenzka þýðingin í gr. Að öðru
leyti skal ekki nánara rakið um sekvenzíu þessa, með því að
ekki er um eiginlegan sálm að ræða. Þó má nefna það, að í
gr. 1594 og öllum útgáfum síðan er upphafsorðunum breytt
svo: »Páskalamb vér heilagt höfum«.
74. Upprisinn er Krislur.
Sb. 1589, bl. lij—liij; sb. 1619, bl. 51; sb. 1671, bl. 90-1; sb. JÁ. 1742,
bls. 170-1; sb. 1746, bls. 170—1; sb. 1751, bls. 171—2.
Sálmurinn, 7 erindi, er eftir Michael Weisse, »Christus ist
erstandemí,1) þýddur erindi til erindis, með venjulegum göll-
um. Upphaf er svo:
Upprisinu er Kristur, Christus ist erstanden
af böndum dauðans leystur; von den Todes Banden;
altíð fagnar því englahirð, des freuet sich der Engel Schar,
á himnum syngja honum dýrð. singend im Himmel immerdar.
Kyrieeleis. Alleluja.
Lagboði er: »Kristur reis upp frá dauðum«.
Hér fer á eftir þýðing, »Dýrlegi kongur, o Christe« (sh. 1589,
bl. liij; sb. 1619, bl. 51—2; gr. 1594 og allir gr. síðan; s-msb.
1742; lag er í sb. 1619, öllum gr. og s-msb. 1742), á
danskri stælingu, »Ærens Konning, o Christe« (sb. HTh., bl.
94 o. s. frv., gr. NJesp., bls. 210 o. s. frv.), af gamalli páska-
antífónu, »Regina coeli lætare«, enda lagið tekið úr hinum
dönsku bókum, en er þó upphaflega úr kaþólskum söng-
bókum og hélzt í þeim lengi (»Iíönigin der Himmele«).2) Að
öðru leyti skal hér ekki nánara rakið, enda ekki um eigin-
legan sálmasöng að ræða.
75. Krislur iil himna uppfór.
Sb. 1589, bl. liiij; sb. 1619, bl. 53; sb. 1671, bl. 91; sb. JÁ. 1742, bls.
171—2; sb. 1746, bls. 171—2; sb. 1751, bls. 290-1; gr. 1594 (á uppstig-
ningardag, fyrir og eftir predikun) og allir gr. siðan (að eins 1. er.);
s-msb. 1742 (að eins 1. er.).
í öllum sb. er sálmurinn 4 erindi, og er 1. er. þýðing á
latínsku erindi, »Postquam resurrexit«, sem fylgir með í sb.
1589 og 1619 og tekið er upp úr sb. HTh. (bl. 96), sem að
eins hefir þetta erindi og danska þýðing á því. Þýðandinn
1) Wackernagel bls. 267—8.
2) Daniel I. bls. 319; Báumker II. bls. 81—2; sbr. og Nutzhorn I.
bls. 141 o. s. frv.