Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Blaðsíða 99
99
hefir þó einnig haft hér til hliðsjónar annan sálm, sem er
eftir Hans Thomissön sjálfan, hinn nafnkunna sálmabókar-
útgefanda (d. 1573), »Jesus Christus er opfaren« (sb. HTh.,
bl. 98), og eru þaðan tvær fyrri ljóðlínur 1. er. Úr sama
sálmi virðist og tekið 3. og 4. erindi íslenzka sálmsins. En
2. er. »Jesú uppstígandi«, er alveg samhljóða þýzka uppstig-
ningarversinu, »Christ fuhr gen Himmel«, sem er í þýzkum
sb. á 16. öld og síðar.1) Þýðingin er í lélegra lagi. Upphafs-
erindið er svo:
Kristur til himna uppfór,
sitjandi hátt yfir engiakór
og gefur oss gjafir á alla lund;
honum sé heiður á hverri stund. Kyriceleis.
Lagboði er: »Resurrexit Christus« (»Kristur reis upp frá
dauðum«).
76. 1 dag er Kristur uppstiginn.
Sb. 1589, bl. liiij—lv; sb. 1619, bl. 53-1; sb. 1671, bl. 91; sb. JÁ. 1742,
bls. 172—3; sb. 1746, bls. 172—3; sb. 1751, bls. 291; gr. 1607 (í viðauka)
og allir gr. síðan; s-msb. 1742.
Sálmurinn er 9 erindi og upphafserindi svo:
í dag er Kristur uppstiginn. Hallelúja.
í dýrð síns föður inngenginn. Hallelúja.
Fyrirsögn er: »Barnasöngur á uppstigningardag«, og í sb.
1589 og 1619, gr. 1607 og 1623 er prentaður hinn latinski
hymni, »Ascendit Chrislus hodie«, ásamt þýðingunni. Upp-
hafsorðin minna á hinn latinska lofsöng «Coelos ascendit ho-
die«, sem tíðkaðist í kaþólskum söngbókum frá því á 15.
öld, en þó eru þaðan að eins tekin óbreytt 2 hin siðustu
erindi og að nokkuru leyti 1. erindi, enda er þessi hymni
að eins 6 erindi i útlendum söng- og sálmabókum.2) Má af
þessu ætla, að þau erindi, sem ekki eru eins, séu af norræn-
um toga spunnin og þá ef til vill úr Breviarium Holense
Jóns byskups Arasonar.
Lagboði er fyrst: »Puer natus in Bethlehem« (»Borinn er
sveinn í Bethlehem«), síðar: »í dag er Kristur upprisinn«.
77. 1 dag þá hátíð höldum vér.
Sb. 1589, bl. lv; sb. 1619, bl. 54; gr. 1594 (messuupphaf á uppstig-
ningardag) og allir gr. siðan; s-msb. 1742. — Lagið er í sb. og gr.
Sálmurinn er 5 erindi, 1. og 5. er. er breytt í gr. 1594, og
i sb. 1619 er enn vikið við 5. er., en þó hélzt jafnan í gr.
1) Wackernagel bls. 664; sbr. og Báumker I. bls. 625—7.
2) Koch I. bls. 152; Daniel I. bls. 343; Tuclier I. bls. 81; Brandt &
Helweg I. bls. 298; Zahn I. bls. 181; Baumker I. bls. 627.