Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1924, Page 100
100
sú breyting, sem gerð var í gr. 1594; sömuleiðis í s-msb.
1742. Upphafserindið er undir laginu (nr. 39). Þetta er þýð-
ing á þýzkum sálmi, »Auf diesen Tag so denken wir«, eftir
Jóhannes Zwick,1) nákvæm erindi til erindis, þýdd beint, og
er hún í betra lagi, þótt ekki sé ógölluð að rimi, enda frum-
sálmurinn merkilegur. Til dæmis er selt hér 3. erindi:
Peir leita ekki lausnarans, Wer nicht folgt und sein’u Willen thut,
sem liggja i girndum synda;2 3) dem ist nichts Ernst zum Herren,
byrgt er því himnaríki hans denn er wird auch von Fleisch und Blut
holdi og blóði blinda. sein Himmelreich versperren.
Trúan á guð sé sönn og hrein, Am Glauben liegl’s, soll der sein recht,
svo mun lífið í hverri grein so wird g’wiss das Leben sclilecht
til hans á himna stunda. zu Gott im Himmel g’richtet.
þókt hefir og mikið til sálmsins koma í íslenzkri kirkju, því
að hann var nálega óbreyttur í sb. 1801—66 (nr. 92) og 1871
—84 (nr. 129). — Lagið fylgdi sálminum i þýzkum sb. á 16.
öld8) og hélzt lengi í kirkjusöng íslendinga, að mestu óbreytt
(pr. í ASæm. Leiðarv., bls. 44, og PG. 1861, bls. 55).
78. Nú er á himni og jörð.
Sb. 1589, bl. Iv—Ivj; sb. 1619, bl. 54-5; sb. 1671, bl. 91-2; sb. JÁ.
1742, bls. 173-4; sb. 1746, bls. 173-4; sb. 1751, bls. 291—2; gr. 1607 (i
viðauka) og allir gr. siðan; s-msb. 1742. — Lagið er í sb. 1589 og 1619,
gr. 1607 og öllum gr. síðan.
Sálmurinn, 6 erindi, er þýðing á latínskum hymna, »Fe-
stum nunc celebre«, sem eignaður er Rhabanus Maurus, síðast
erkibyskupi í Mainz (f. ca. 776, d. 856); er hann sagður hafa
fyrstur þjóðverskra manna orðið til þess að yrkja lalínska
kirkjusöngva.4) Heldur hefir þýðingin mistekizt og er gölluð
mjög um rím, enda háttur þungur, og hefir þó ekki tekizt
að halda honum. Upphafserindið er undir laginu (nr. 40).
Lagið finnst ekki með sálminum í útlendum söngbókum
þessara tímá, og má þvi ætla, að tekið sé úr norrænum bók-
um, og þá helzt Breviarium Holense.
79. Helgasla liátíð nú.
Sb. 1589, bl. lvj; sb. 1619, bl. 55.
Sálmurinn, 5 er., er önnur þýðing næsta hymna á undan
(»Festum nunc celebre«), en 3. og 4. er. frumlofsöngsins
dregin saman í eitt. Upphafserindið er svo:
Helgasta hátið nú Vor herra á henni,
haldin er með fögnuði; heims lausnarinn sanni,
1) Wackernagel bls, 459; Tucher I. bls. 77.
2) Hér er auðsæ prentvilla í sb. 1589 (»sijnum«), enda lagfærð á
þessa leið í siðari útg.
3) Zahn III. bls. 526.
4) Daniel I. bls. 217; Koch I. bls. 90—3; Wackernagel bls. 14—15.